Noel eins og blóm í eggi á Siglufirði Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 14:18 Noel hefur þegar eignast góða vini fyrir norðan. Á myndinni eru Daníel Pétur kokkur, Daníel Pétur barþjónn (og já þeir heita það sama) Noel, Sirrý Laxdal starfsmaður í móttöku og Sæunn Tamar starfsmaður á Sigló hótel. Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Sirrý Laxdal í móttökunni á Sigló Hótel segir ævintýramanninn Noel Santillan koma afskaplega vel fyrir. Vísir hefur fylgst með ævintýrum Noels sem í gær lagði óvænt land undir fót, keyrði fyrir mistök landið þvert alla leið norður til Siglufjarðar. En, til stóð að gista í Reykjavík. Noel sagði lesendum Vísis frá því hvernig ferðin norður gekk fyrir sig, nú í morgun. Noel, sem er 28 ára gamall Bandaríkjamaður frá New Jersey, hefur verið tekið með kostum og kynjum á Siglufirði og hann hefur þegar eignast góða vini í starfsfólkinu á hótelinu hvar hann gisti í nótt. „Hann Noel kemur mjög vel fyrir er mjög þakklátur fyrir það sem gert er fyrir hann. Hann var mjög hissa þegar ég sagði honum í morgun að hann væri orðinn frægur á Íslandi. Að saga hans væri í öllum fjölmiðlum og á Facebook. Honum fannst þetta sniðugt,“ segir Sirrý. Noel spókaði sig um í bænum í morgun, kíkti við í bakaríinu og skoðaði Síldarminjasafnið. Hún segir að Noel hafi verið að enda við að borða. „Já, íslenska kjötsúpu hér hjá okkur, hann fékk í gærkvöldi að smakka harðfisk og hákarl. Við buðum honum að vera hjá okkur aukanótt í okkar boði.“ Fram kom í máli Noels, í viðtali við Vísi fyrr í dag, að hann væri afskaplega ánægður með móttökurnar fyrir norðan. „Við reynum að hugsa vel um hann en hann fær svo sem sömu þjónustu og allir aðrir við reynum okkar besta.“ Sirrý segir að Noel hafi í morgun farið í göngutúr um bæinn auk þess sem hann kíkti við í bakaríinu á staðnum sem og í Síldarminjasafninu.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19 Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu. Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Sjá meira
Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Noel Santillan frá New Jersey lenti heldur betur í ævintýrum strax á fyrsta degi á Íslandi, gisti á Siglufirði en ekki í Reykjavík eins og til stóð. 2. febrúar 2016 11:19
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40