Fannst skrítið að skiltin til Reykjavíkur bentu í ranga átt Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2016 11:19 Noel var í ævintýraleit og hann fann ævintýri strax á fyrsta degi. Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi. Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Fréttin af bandaríska ferðalangnum sem lenti óvart á Siglufirði en átti pantað hótelherbergi í Reykjavík hefur vakið mikla athygli. Vísir heyrði í manninum nú fyrir stundu og lét hann vel af sér, var hress og ákaflega skemmtilegur í viðkynningu. Maðurinn heitir Noel Santillan, er 28 ára gamall frá New Jersey í Bandaríkjunum. Santillian átti pantað hótelherbergi á Hótel Frón við Laugaveg. Hann stimplaði inn á GPS-tæki bílsins þær upplýsingar sem fyrir lágu, Hótel Frón við LaugaRveg og hlýddi tækinu. Fór fljótlega að gruna að ekki væri allt með felldu Santillian vissi að áfangastaðurinn var í Reykjavík en honum þótti strax eitthvað ekki alveg í lagi eftir tuttugu mínútna akstur eftir að komið var út úr Reykjavík. Sigló hótel, en þarna dvelst okkar maður nú í góðu yfirlæti. „Ég lenti í Leifsstöð í gær um klukkan sjö og fór þá beint á Avis-bílaleiguna. Ég hafði pantað bíl en þar opnaði ekki fyrr en klukkan átta. Svo ók ég af stað,“ segir Noel hress og kátur. Hann fór að gruna að ekki væri allt með felldu eftir klukkutíma akstur frá Reykjavík. Skiltin vísuðu í ranga átt en GPS-tækið sagði honum að stefnan væri rétt. „Ég naut útsýnisins. Stórkostleg fjallasýn, ég hef aldrei áður séð annað eins og hestarnir,“ segir Noel. Sem keyrði og keyrði. Hann stoppaði á einni bensínstöð og svo ók hann og ók. „Ég var þreyttur eftir flugferðina og vildi komast sem fyrst á áfangastað,“ segir hinn ungi Bandaríkjamaður. Þorði ekki að stoppa Eins og geta má nærri er þetta í fyrsta skipti sem hann kemur til landsins. „Ég fékk mikinn áhuga á Íslandi árið 2010, þegar allir fréttamiðlar voru fullir af fréttum af eldgosi fjallsins sem ég get ekki borið fram. Þá fór ég að kynna mér Ísland og komst að því að þar er stórkostleg náttúra sem gaman væri að sjá.“ Noel, hinn viðkunnanlegi ungi Bandaríkjamaður, vildi koma sér á áfangastað sem fyrst, en aksturinn ætlaði engan enda að taka. Það fór reyndar um Noel á stundum, við aksturinn norður. Honum hafði verið ráðlagt að halda sig á sunnanverðu landinu, þá í ljósi veðurspár, en þess í stað fór hann á Nissan smábíl beint norður. Hann sagði að hann hafi víða viljað stoppa til að taka myndir en hann þorði því ekki, ísilagðir vegir og veðrið ekkert alltof gott. Og, hann vildi koma sér fyrir hið fyrsta. „Ég hefði gjarnan viljað vera á fjórhjóladrifnum bíl,“ segir Noel og vísar til aðstæðna. Noel er sannkallaður ævintýramaður Noel Santillan, sem starfar að markaðsmálum fyrir smásölufyrirtæki í New Jersey, segist spurður ævintýramaður. Hann vilji gjarnan gera eitthvað sem fæstir leggja í, leita ævintýranna og hann lagði sannarlega í leiðangur sem reyndist einstakur. Noel segir að móttökurnar á Siglufirði hafi verið alveg frábærar. Honum líður mjög vel á Siglufirði en stefnan er tekin á höfuðborgina, þar sem hann á pantað herbergi. Noel segir að allir þeir sem hann hefur hitt hafi tekið sér opnum örmum og Vísir gerir ekki ráð fyrir öðru en að svo verði þar sem Noel fer, svo ákaflega viðkunnanlegur sem hann er, þessi gestur sem hefur vakið svo mikla athygli, strax á fyrsta degi sínum á Íslandi.
Ferðamennska á Íslandi Ævintýri Noel Santillan á Íslandi Tengdar fréttir Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43 Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ætlaði á Laugaveg í Reykjavík endaði á Laugarvegi á Siglufirði "Hann bankaði og spurði hvort hann væri á réttu heimilisfang og ég náttúrlega horfði á miðann, horfði svo á hann og hélt að þetta væri djók.“ 1. febrúar 2016 21:43
Hótelstjórinn á Fróni: „Ég hélt að þetta væri eitthvað grín“ Gísli Úlfarsson hótelstjóri segist ekki hafa trúað því að ferðamaðurinn væri kominn á Siglufjörð. 2. febrúar 2016 09:40