Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Bjarki Ármannsson skrifar 1. febrúar 2016 18:02 Starfsemi hönnunarhússins Kraum hefur verið til húsa við Aðalstræti 10 frá árinu 2007. Vísir/Ernir Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“ Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira
Starfsemi hönnunarhússins Kraum, sem frá árinu 2007 hefur verið til húsa í elsta húsi Reykjavíkur við Aðalstræti 10, flytur sig um sess með vorinu. Framkvæmdastjóra Kraums og Minjaverndar, sem leigir út húsnæðið, greinir á um hvers vegna versluninni hefur verið gert að yfirgefa húsið.Anna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirAnna María Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kraums, segir Minjavernd hafa hækkað leiguna það mikið að verslunin sjái sér ekki fært að starfa í slíku rekstrarumhverfi. Til standi að halda starfsemi Kraums áfram á nýjum stað. „Við fengum bara að vita af þessu í síðustu viku,“ segir Anna. „Við erum mjög leið yfir þessu því við höfum verið fulltrúar elsta húss Reykjavíkur, sagt sögu þess og í raun sett starfsemi okkar í anda gamla hússins.“Leit hafin að nýju húsnæði Húsið sem um ræðir var reist árið 1762 af Skúla Magnússyni, landfógeta Íslands á 18. öld, sem oft hefur verið kallaður „faðir Reykjavíkur.“ Þá átti Jens Sigurðsson, bróðir Jóns Sigurðssonar sjálfstæðisbaráttumanns, húsið um hríð. „Þarna höfum við hýst í kringum tvö hundruð íslenska hönnuði og haft það orð á okkur að vera það umhverfi sem íslenskir hönnuðir kjósa,“ segir Anna. „Nú verðum við að taka aðra stefnu og við verðum bara að taka þeirri áskorun, þótt við séum leið yfir því.“ Kraum yfirgefur húsið í vor og er leit þegar hafin að nýju húsnæði, sem Anna segir ekki beint liggja á lausu. Versluninni stendur þó að hennar sögn til boða húsnæði við Hverfisgötu þar sem Icelandair hyggst opna hótel í maí.Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, þáverandi borgarstjóri, og Þröstur Ólafsson, þáverandi formaður Minjaverndar, eftir uppbyggingu hússins árið 2007.Vísir/GVASamvinnan ekki kvödd „af því bara“ Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar, vill takmarkað tjá sig um málið og segir ekki hefð fyrir því hjá stofnuninni að greina opinberlega frá samskiptum sínum við leigutaka. Hann neitar því þó að verið sé að hækka leiguna. „Það er allavega ekki búið að leigja neinum öðrum þetta hús,“ segir Þorsteinn. „Hins vegar er það satt að þessi góði rekstraraðili verður þarna ekki mikið lengur.“ Þorsteinn segir stofnunina ekki rifta leigusamningum að ástæðulausu, og það eigi ekki við í þessu tilviki. Húsið verði auglýst til leigu seinna í vikunni og það komi síðar í ljós hvaða starfsemi taki við af Kraum.Þorsteinn Bergsson, framkvæmdastjóri Minjaverndar.Vísir/GVA„Þetta er aldrei með gleði gert og allra síst þarna,“ segir hann. „Okkur hefur þótt yfirbragð þessa rekstrar sem Kraum hefur haft í þessu góða húsi verið hið besta. Kraum var nú meira og minna stofnað fyrir okkar tilverknað, með sérstökum stuðningi Minjaverndar. Þannig að það er nú aldrei „af því bara“ sem menn kveðja slíka samvinnu.“ Anna María segist helst óttast það að svokölluð „Lundabúð“ verði rekin í húsnæðinu, sem hún segir að væri „skandall.“ „Við höfum skapað okkur sess í íslenskri hönnunarsögu á þessum stað,“ segir hún. „Ég veit að við eigum sess í hjarta mjög margra.“
Mest lesið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Viðskipti innlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Viðskipti innlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Sjá meira