Íhuga tökur á fimmtu Transformers-myndinni hér á landi Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 09:44 Úr fjórðu Transformers-myndinni, Age of Extinction. Vísir/YouTube Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Framleiðendur fimmtu Transformers-myndarinnar er skoða tökustaði hér á landi. Þetta kemur fram á vef Screen Daily en þar kemur fram að kvikmyndaverið Paramount hafi Bretland og Ísland í huga. Transformers-myndirnar hafa hingað til malað gull í miðasölum kvikmyndahúsa en fyrstu fjórar myndirnar hafa þénað um 3,7 milljarða dollara. Síðustu tvær myndir, Age of Exticntion og Dark of the Moon, voru að stærstum hluta teknar upp í Bandaríkjunum. Yrði þetta í fyrsta skiptið sem tökur á Transformers-mynd fara fram í Bretlandi en áður höfðu verið teknar loftmyndatökur af íslenskri náttúru fyrir Age of Extinction. Sást hvað mest frá Íslandi í opnunarsenu þeirrar myndar.Segir Screen Daily að kvikmyndaframleiðendur horfi hýru auga til Bretlands vegna endurgreiðslu á framleiðslukostnaði og þá er endurgreiðsluformið á Íslandi einnig sagt heilla kvikmyndaframleiðendur, en samkvæmt reglugerð iðnaðarráðuneytisins er heimilt að endurgreiða 20 prósent af framleiðslukostnaði sem fellur til við framleiðslu kvikmynda eða sjónvarpsefnis hér á landi. Er áætlað að tökur á fimmtu myndinni hefjist í sumar en myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum 23. júní árið 2017.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58 Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Tökur á áttundu Star Wars-myndinni sagðar fara fram á Íslandi Þriðja Stjörnustríðsmyndin sem er tekin upp hér á landi. 13. janúar 2016 13:58
Tökur á Fast 8 munu fara fram fyrir norðan Búið er að bóka nærri allt laust gistipláss í Mývatnssveit í mars undir tökulið kvikmyndarinnar. 26. janúar 2016 20:45
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein