Ferðamennirnir ætluðu að skoða selaþyrpingu í bongóblíðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2016 16:23 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni um síðustu helgi. mynd/gylfi blöndal Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Friðrik Jónas Friðriksson, rafvirki og formaður svæðistjórnar Björgunarsveitar Hornafjarðar, var fyrstur á vettvang í Jökulsárlóni upp úr klukkan fjögur þar sem á milli fjörutíu og fimmtíu ferðamenn voru komnir langt út á ísjaka.Fyrstu fregnir bentu til þess að ferðamennirnir væru strandaglópar en svo reyndist ekki vera. Þeir reyndust ætla að skoða seli og fóru í land þegar þeir var bent á hve hættulegt geti verið að vera úti á ísnum. Jónas lýsir því þannig að hann hafi verið staddur skammt frá þegar kallið barst en hringt hafði verið í neyðarlínuna vegna málsins. Þegar Jónas mætti á svæðið blöstu ferðamennirnir við honum, komnir langt út á ísinn.Fleiri hundruð ferðamanna á svæðinu „Þetta voru erlendir ferðamenn sem voru að rölta út á lónið sem er ísilagt að hluta. Þeir voru að reyna að komast að um þrjátíu selum sem voru þarna,“ segir Jónas. Hann hafi strax gengið í að koma fólkinu af jakanum en um 200-300 metrar eru frá landi og að þeim stað þar sem selirnir voru að spóka sig. Fólkið hafi látið segjast. „Að mörgu leyti skil ég túristana eins og veðrið er. Það er heiðskírt, stafalogn og sól. Það er dásamlegt að vera hérna,“ segir Jónas. Fyrir utan ferðamennina 40-50 úti á jakanum hafi örugglega í kringum 300 verið í landi.Engin skilti en stendur til Veitingaaðstaða á svæðinu er opin en annars eru engir starfsmenn á svæðinu. Þá eru engar merkingar á svæðinu sem bendi á hve hættulegt geti verið að fara út á ísinn. „Mér skilst að það sé komið í ferli hjá lögreglu,“ segir Jónas og öskraði svo vel heyrðist í símann: „Halló“ og gaf ferðamönnum bendingu um að fara ekki út á ísinn. Aðspurður sagðist hann ekki ætla að standa vaktina fram á kvöld. „Lögreglan er á leiðinni. Ég læt hana um það,“ sagði Jónas í léttum tón.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55