Tugir íslenskra fyrirtækja auglýsa eftir sjálfboðaliðum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2016 10:45 Skjáskot af auglýsingu af workaway.info. Gistiheimili á Akureyri óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa. Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Mörg þeirra mála sem koma á borð verkalýðssamtaka eru á afar gráu svæði að sögn Halldóru Sigríðar Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags. Hún hefur mikinn fjölda alvarlegra mála til skoðunar. Mörg þeirra varða fyrirtæki í ferðaþjónustu. Eitt vinnumansalsmál er á borði lögreglunnar að frumkvæði félagsins. Hún segir að langan tíma taki að safna gögnum og verkalýðsfélögin þurfi stuðning. Um þetta er fjallað í Fréttablaðinu í dag. Halldóra Sigríður bendir á vefsíðuna workaway.info. Þegar leitað er sérstaklega eftir sjálfboðaliðum til Íslands koma upp tvö hundruð auglýsingar eftir sjálfboðaliðum. Tugir íslenskra fyrirtækja eru á meðal auglýsenda.Drífa segir SGS skima síðuna workaway.info reglulega og hafa samband við verkalýðsfélög í þeim byggðum sem fyrirtæki auglýsa eftir sjálfboðaliðum til starfa. Eftir áminningu verkalýðsfélags hverfi oft auglýsingar af síðunni. Fréttablaðið/GVA„Þetta er ein alvarlegasta birtingarmynd undirboðs á vinnumarkaði. Við skimum þessa síðu reglulega og látum félög í viðkomandi byggðarlagi vita, þau ganga svo í málið,“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, og segir að reglulega hverfi auglýsingar hótela og gistiheimila af síðunni eftir slík afskipti verkalýðsfélaga. „Það er stór munur á sjálfboðavinnu fyrir góðgerðar- eða félagasamtök og fyrirtæki í efnahagslegri starfsemi,“ segir Drífa og tiltekur dæmi: „Það eru hvít svæði, grá svæði og svört svæði. Á svörtu svæði eru hótel og gistiheimili sem óska eftir sjálfboðaliðum.“Ekki samfélagsleg sjálfboðavinna ASÍ og aðildarsamtök þess hafa kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta ólaunaða vinnu í efnahagslegri starfsemi og hafa gert athugun á málaflokknum. Gera verði skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu, sjálfboðavinnu, hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði í hagnaðarskyni sé oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi og feli í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og standist hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiss konar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira