Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta hlaðna sæluhús er á Steingrímsfjarðarheiði en Fréttablaðið hefur ekki tiltæka mynd af Heiðarárkofa í Hrunamannahreppi sem gera á upp með svipuðum hætti. vísir/pjetur Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira