Öfugmælavísur forsætisráðherra Kári Stefánsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi á mánudaginn hófust samræður milli Steingríms J. Sigfússonar og Sigmundar Davíðs sem byrjuðu með hrinu af spurningum frá þeim fyrrnefnda. Eins og vill henda samskipti á þeim vinnustað enduðu þau með því að hljóma eins og að blindur maður væri að tala við heyrnarlausan sem svaraði á táknmáli. Engu að síður voru samskiptin athyglisverð og gætu reynst söguleg. Í það minnsta sýna þau gjörla hvað valdastólarnir geta reynst hættulegir heilbrigðri hugsun. Spyrillinn er fyrrverandi fjármálaráðherra sem á sínum tíma lagði fram fyrra Icesave-frumvarpið sem var hent út í hafsauga af fólkinu í landinu. Svarandinn er sá sem leiddi baráttuna gegn frumvarpinu. Spyrillinn er líka sá sem lagði fram seinna Icesave-frumvarpið sem bar með sér að hann hafði algjörlega hunsað vilja fólksins eða ekki haft fyrir því að hlusta á hann. Seinna frumvarpinu var líka hafnað af fólkinu með slíkum mun að eðlilegt hefði verið að Hjálpræðisherinn byði fjármálaráðherra áfallahjálp. Baráttan gegn seinna frumvarpinu var líka leidd af manninum sem stóð fyrir svörum á mánudaginn. Í þeirri baráttu sagði hann oftar en einu sinni að fjármálaráðherra væri nær að hlusta á vilja fólksins í landinu. Víkur nú sögunni aftur til mánudags þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi var orðinn óbreyttur þingmaður sem bar fram fyrirspurn um það hvernig ríkisstjórnin muni bregðast við ákalli þjóðarinnar um aukna fjármuni til heilbrigðismála. Svör forsætisráðherra voru þau að ríkisstjórnin hafi haldið áfram að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og stórbæta við framlög til málaflokksins. Þetta svar er með ólíkindum og bendir til þess að hann hlusti ekki á fólkið í landinu eða hafi skoðanir þess að engu og að hann hafi ekkert lært af óförum Steingríms sem gerði hið sama. Það vill nefnilega svo til að 77 þúsund atkvæðisbærir einstaklingar hafa skrifað undir kröfu sem segir bókstaflega að þeir séu á þeirri skoðun að ríkisstjórnin hafi ekki forgangsraðað í þágu heilbrigðismála en þurfi að gera það. Allra þessara undirskrifta var aflað eftir að fjárlög fyrir árið 2016 voru samþykkt þannig að undirskriftirnar ber að skoða að hluta til sem dóm yfir þeim. Krónuaukningin sem forsætisráðherra er að vísa til gerir ekki mikið meira en að hrökkva fyrir verðbótum og launahækkunum sem hafa engin áhrif á þjónustustigið. Síðan sagði forsætisráðherra : „…?höldum áfram að bæta eins mikið í heilbrigðismálin og við höfum verið að gera á öllum sviðum og ánægjulegt að skynja stuðning almennings við það.“ Ekki veit ég yfir hvaða hugtak forsætisráðherra notar heitið almenningur, vegna þess að fólkinu í landinu finnst þeir ekki hafa bætt miklu við í heilbrigðismálin og því finnst það eigi ekki að bæta við heilbrigðismálin eins og á öllum öðrum sviðum. Það vill láta bæta miklu meira við heilbrigðismálin en aðra málaflokka. Það vill láta forgangsraða í þágu þeirra og það þýðir að eitthvað af hinum fær minna. Síðasta framlag forsætisráðherra til þessara samskipta við Steingrím Joð var að sá ætti að gleðjast yfir þeim viðsnúningi í heilbrigðismálum sem hafi náðst frá því hann sat í ríkisstjórn. Enn einu sinni hunsar forsætisráðherra skoðun þjóðarinnar sem er sú að heilbrigðiskerfið hangi á bláþræði og geti ekki sinnt sínu hlutverki, það sé margar þingmannaleiðir frá viðsnúningi og það þurfi meiriháttar fjármagn til þess að rétta það af. Afstaða Sigmundar til heilbrigðismála minnir um margt á afstöðu Steingríms Joð til Icesave sem er að hann hefur hunsað fólkið sem hefur allt aðra skoðun en hann og hann ætlar að reyna að þröngva sinni skoðun upp á fólkið sem vill ekkert hafa með hana að gera. Afleiðingin verður sú að honum verður hent út á eyrunum við næstu kosningar eins og Steingrími Joð var við þær síðustu. Eini möguleiki Sigmundar er að stíga nú fram og segja að allt sem hann hafi sagt um heilbrigðismál upp á síðkastið beri að líta á sem nokkurs konar öfugmælavísu þar sem hann hafi mælt sér um hug. Enda sé hann meðal annars þingmaður Þingeyinga sem séu hagyrðingar upp til hópa og þyki flínkastir manna við að smíða öfugmælavísur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun