Denis Grbic valinn Kokkur ársins Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 12:30 Kokkarnir þrír sem urðu í þremur efstu sætunum. Í öðru sæti, Hafsteinn Ólafsson, Denis Grbic í fyrsta sæti og Ari Þór Gunnarsson í þriðja. Vísir/Aðsend Denis Grbic matreiðslumaður hjá Grillinu á Hótel Sögu, er Kokkur ársins 2016. Hann bar sigur úr býtum í úrslitakeppni sem fram fór í Hörpu í gær. Í öðru sæti varð Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður hjá Nasa og í því þriðja Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu. Fimm keppendur komust áfram úr forkeppni sem haldin var síðastliðinn mánudag en einnig kepptu þeir Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni og Axel Björn Clausen hjá Fiskmarkaðnum í úrslitum. Verkefni keppenda var að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr úrvali hráefna sem keppendur fengu aðeins uppgefin degi fyrir keppni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra krýndi Kokk ársins á sérstökum kokkalandsliðskvöldverði sem var haldinn samhliða keppninni. Denis Grbic hlaut 250 þúsund króna verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna eða „Nordic Chef of the Year”sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi. Það eru Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem standa að keppninni Kokkur ársins. Matur Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Denis Grbic matreiðslumaður hjá Grillinu á Hótel Sögu, er Kokkur ársins 2016. Hann bar sigur úr býtum í úrslitakeppni sem fram fór í Hörpu í gær. Í öðru sæti varð Hafsteinn Ólafsson matreiðslumaður hjá Nasa og í því þriðja Ari Þór Gunnarsson hjá Fiskfélaginu. Fimm keppendur komust áfram úr forkeppni sem haldin var síðastliðinn mánudag en einnig kepptu þeir Sigurjón Bragi Geirsson hjá Kolabrautinni og Axel Björn Clausen hjá Fiskmarkaðnum í úrslitum. Verkefni keppenda var að elda forrétt, aðalrétt og eftirrétt úr úrvali hráefna sem keppendur fengu aðeins uppgefin degi fyrir keppni. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra krýndi Kokk ársins á sérstökum kokkalandsliðskvöldverði sem var haldinn samhliða keppninni. Denis Grbic hlaut 250 þúsund króna verðlaun ásamt þátttökurétt í keppninni um matreiðslumann Norðurlandanna eða „Nordic Chef of the Year”sem haldin verður í Herning í Danmörku í mars. Yfirdómari keppninnar í ár var Sven Erik Renaa frá Noregi. Það eru Klúbbur matreiðslumeistara og Kokkalandsliðið sem standa að keppninni Kokkur ársins.
Matur Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Fleiri fréttir Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira