Sofandi Landsbankamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 10. febrúar 2016 11:15 Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína. Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira