Stöðumælir lífsins Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. febrúar 2016 07:00 Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Það eru undarlegustu atvik sem valda kaflaskilum í lífi manns. Hversdagslegir atburðir sem troða lúkunni inn í sálina og fletta yfir margar blaðsíður. Maður rankar við sér þrælfullorðinn. Um daginn var ég að leggja bíl í miðbænum. Hljóp í stöðumælinn sem var frekar langt frá. Sá stöðumælavörðinn nálgast bílinn úr hinni áttinni. Brosti væmin við því að ég kæmi aðvífandi sveiflandi miðanum. Hann yrði æðislega hissa, myndi hætta að skrifa sektina og rífa hana. Svo fengjum við samborgarasting í hjartað. En þegar ég kom að bílnum var komin stærðarinnar sekt á rúðuna. Ég horfði á eftir verðinum brostnum augum. En ég var bara að borga, kjökraði ég. Þetta er komið í gegn, muldraði hann ofan í tölvuna sína og fékk engan sting í hjartað. Og ég varð bæði lítil í mér og sár. Fór í talsvert uppnám, satt að segja. Þessi tilfinningasemi vegna stöðumælasektar hefði átt að slá mig utan undir. En nei, ég fór heim og skrifaði afskaplega langt og vandað kvörtunarbréf. Með röksemdafærslu frá a) til c). Skrifaði um mennskuna, samfélagið og óskrifaðar reglur í samskiptum. Sendi. Þetta tók góðan hálftíma af lífi mínu. Það var þó ekki fyrr en tveimur vikum síðar að ég áttaði mig á því hvað hafði gerst. Þegar ég spenntist upp við að sjá svarið frá Bílastæðasjóði. Þegar endorfínið streymdi við að lesa að sektin mín yrði felld niður þar sem stöðumælavörður hafði samþykkt rök mín. Það var þá. Nákvæmlega á því augnabliki sem ég fann blaðsíðurnar spænast áfram. Nýr kafli hófst. Ég breyttist. En í stað þess að vera í rusli finn ég nýjan neista og er vandræðalega spennt. Halló, formennska í foreldrafélagi! Halló, Reykjavík síðdegis! Halló, Neytendasamtök!
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun