Embættismenn í raun æviráðnir með broti á auglýsingaskyldu Heimir Már Pétursson skrifar 25. febrúar 2016 19:00 Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega. Alþingi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar telur að iðulega sé farið á svig við lög við ráðningu æðstu embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum. Embættin séu ekki auglýst eins og lög geri ráð fyrir og þótt búið sé að leggja niður æviráðningar virðist séu þær í raun enn við lýði. Vigdís Hauksdóttir hlífir engum ráðherranna. Hún sendir þeim öllum fyrirspurn þar sem hún spyr um heildarfjölda embættismanna hjá ráðuneytum og stofnunum þeirra. Hún spyr um aldurssamsetningu embættismannanna og hversu margir starfi sem skrifstofustjórar, án skrifstofu. Fyrirspurnin miðist við ráðuneytisstjóra en tveir þeirra eru með tvö ráðuneyti hvor í sinni forsjá. Vigdís segir nauðsynlegt að kortleggja stærð embættismannakerfisins og með fyrirspurninni vilji hún einnig draga fram hversu margir nýti sér 90 ára regluna um starfslok áður en almennum lífeyrisaldri sé náð og hve margir starfi á undanþágu fram til sjötugs án þess að störf þeirra séu auglýst. Hún segir að almennt sé brotalöm á því að störf æðstu embættismanna séu auglýst á fimm ára fresti. „Það er bara staðreynd að þessi störf eru ekki auglýst. Það má telja það á fingrum annarrar handar hvaða störf hafa verið auglýst undanfarin fjögur til fimm ár. Og þá farið af stað með umsóknarferli,“ segir Vigdís. Það eigi að vera skýlaus krafa að ríkið fari á undan með góðu fordæmi og auglýsi öll störf sem eru laus hjá ríkinu. Þannig verði líka hægt að fá gott fólk utan úr atvinnulífinu inn í stjórnsýsluna og stuðla að eðlilegri endurnýjun innan hennar. „Því það er stundum sagt að embættismenn séu ekki æviráðnir. Eins og staðan er í dag lít ég svo á að þeir séu æviráðnir. Vegna þess að stjórnvöld heykjast á því að auglýsa störfin þegar þau eru um það bil að losna,“ segir Vigdís. Hún telji að þarna ráði embættismennirnir meira för en ráðherrarnir en staðan brýni ráðherrana til breytinga. Þar með sé hún ekki að tala um að umbylta embættismannakerfinu. Ef æðstu embættismenn vilji halda áfram að fimm ára skipunartíma loknum geti þeir einfaldlega sótt um aftur. En um leið gefist kostur á endurnýjun í embættismannakerfinu. „Hér í bankahruninu árið 2008 urðu gríðarlegar breytingar hjá flestum landsmönnum, nema kannski akkúrat í þessum stofnunum. Það breyttist ekki neitt þar. Þannig að það er kannski bara orðið tímabært að gera alvöru úr þessu og fara að stokka upp spilin. Eins og þú veist þá brenn ég fyrir því að ríkið sé rekið vel,“Það ætti að senda „Soffíu frænku“ inn í ráðuneytin? „Já ætli það ekki,“ segir Vigdís Hauksdóttir glettilega.
Alþingi Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira