Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir skrifar 24. febrúar 2016 16:30 Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Rótari dagurinn er haldinn laugardaginn 27. febrúar og er þema dagsins í ár fjölmenning. Af því tilefni langar okkur að segja nokkur orð um mannauðinn hjá Mjólkursamsölunni eða MS eins og það er oft kallað. MS er einstakt fyrirtæki að mörgu leiti. Flestir þekkja fyrirtækið eða a.m.k einhverja af vörunum sem það framleiðir og hafa líklega smakkað fleiri en eina þeirra. Vörur þess rata inn á flest heimili í landinu og það er eitt af stærstu matvæla- og framleiðslufyrirtækjum á Íslandi sem gerir það líka að einum af stærri vinnustöðum landsins. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Mjólkursamlög hafa sameinast og sérhæfing aukist. Í dag eru starfsstöðvar fyrirtækisins á fimm stöðum þ.e. Reykjavík, Búðardal, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi en að auki er birgðastöð á Ísafirði. Til samanburðar voru mjólkursamlög árið 2006 níu talsins og flest voru þau átján. Þetta hefur leitt til aukinnar hagræðingar og verðlækkunar á mjólkurvörum sem skiptir máli fyrir samfélagið. Að sama skapi hafa störf þeirra sem þar starfa þróast samhliða nýjum tæknimöguleikum og breyttu skipulagi. Mjólk virðist tiltölulega einfalt hráefni sem ýmsar mjólkurvörur eru búnar til úr. Þegar nánar er að gáð kemur í ljós gríðarlega flókið og viðkvæmt framleiðslu- og dreifingarferli þar sem Mjólkursamsalan umbreytir þessari ferskvöru í 500 mismunandi vörunúmer sem selja þarf á markaði. Á síðasta ári var framleitt úr 146 milljón lítrum af mjólk, þannig að umfang mjólkuröflunar og dreifing á vörum fyrirtækisins er samtals af svipaðri stærðargráðu og allur þorskkvóti landsmanna. Starfsfólk fyrirtækisins hefur því þróað með sér yfirgripsmikla sérþekkingu.Samsetning mannauðs MSMannauður mjólkursamsölunnar er mjög fjölbreyttur. Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag 455 talsins og þessi fjöldi eykst þegar álagstímar eru á sumrin og í kringum jólin. Einnig má leiða líkum að því að mörg afleidd störf verði til vegna starfsemi MS en fyrirtækið nýtur þjónustu margra verktaka og þjónustuaðila. Hjá MS starfa mjólkurfræðingar, verkafólk við framleiðslu og pökkun, sérfræðingar í gæðaeftirliti, bílstjórar, verkstæðis- og viðhaldsfólk, lagerstarfsfólk, sölufulltrúar, vörukynnar, þjónustufulltrúar, skrifstofufólk og ýmsir aðrir sérfræðingar. Samtals starfa hjá fyrirtækinu í dag 340 karlmenn og 115 konur sem sýnir kynjahlutfallið 75% karlmenn og 25% kvenfólk. Meðalaldur þessara einstaklinga er 43,5 ár og meðalstarfsaldur er 10,7 ár. Ekki er óalgengt að veittar séu starfsaldursviðurkenningar fyrir 20, 30 og 40 starfsaldur og dæmi um hærri starfsaldur. Hlutfall starfsmanna sem starfað hafa hjá fyrirtækinu í þrjú ár eða minna er 32% sem sýnir að á undanförnum árum hefur verið töluvert um nýliðun. Ef hópurinn er skoðaður út frá þjóðerni má sjá að 15% starfsfólks er af erlendum uppruna frá 16 löndum. Sem dæmi um þjóðerni eru Nepal, Víetnam, Tæland, Pólland, norðurlandaþjóðir o.s.frv. Þetta sýnir hve mikil fjölbreytni býr í mannauð Mjólkursamsölunnar og það má því segja að þegar skyggnst er inn fyrir dyr hjá MS megi finna fjölþjóðlegt samfélag þar sem kennir margra grasa. Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri Mjólkursamsölunnar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun