Lífið

Jamie Oliver hæstánægður með norðurljósin á Íslandi: „Mögnuð lífsreynsla“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þekkja allir Jamie Oliver.
Það þekkja allir Jamie Oliver. vísir
Einn frægasti kokkur í heiminum, Jamie Oliver, hefur verið síðustu daga á landinu en hann birtir í dag mynd af sér á Facebook þar sem sjá má íslensk norðurljós í bakgrunninum.

„Ég og Jools [eiginkona Oliver] sáum norðurljós á Íslandi og það var ótrúlegt,“ segir Oliver í færslu á Facebook.

„Þetta var virkilega fallegt og mögnuð lífsreynsla.“ Jamie Oliver sló fyrst í gegn á Bretlandseyjum með sínum vinsælu matreiðsluþáttum. Í dag eru þættir hans sýndir um heim allan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.