Keltnesk áhrif vanmetin í menningu Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2016 22:00 Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum. Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Keltnesk áhrif í íslenskri menningu eru mun meiri en menn hafa séð eða viljað vera láta, eins og í örnefnum og tungumálinu, og mörg grundvallarorð í íslensku þekkjast ekki í öðrum norrænum tungumálum. Þetta segir einn helsti sérfræðingur landsins í sögu Kelta, Þorvaldur Friðriksson, fréttamaður og fornleifafræðingur. Formæður Íslendinga ólust upp í strandhéruðum Bretlandseyja, á svæðum eins og Suðureyjum við Skotland, ef fornsögurnar eru lesnar saman með þeim niðurstöðum Íslenskrar erfðagreiningar að meirihluti landnámskvenna, eða um 62 prósent, hafi komið frá bresku eyjunum. „Það kom okkur svolítið á óvart,“ segir Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur, sem fór fyrir rannsókninni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Agnar Helgason, líffræðilegur mannfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Þetta er gríðarlega hátt hlutfall. Og ef þú ert með svo hátt hlutfall landnámskvenna sem eru Keltar þá hlýtur það að hafa skilið eftir meiri áhrif í okkar menningu en menn hafa viljað vera láta eða séð,“ segir Þorvaldur Friðriksson. „Ef þú skoðar örnefnin, tungumálið, þjóðsögurnar, fornsögurnar, - þá sérðu þetta allsstaðar. Þetta eru æpandi staðreyndir, meira og minna,“ segir Þorvaldur. Hann nefnir að fjallaörnefni, örnefni hreppa, örnefni fljóta á Íslandi og hættulegustu eldfjalla séu meðal þeirra sem ekki verði skýrð út frá norrænu. Þá finnist mörg grundvallarorð í íslensku ekki í hinum norrænu tungumálunum. „Það eru dýranöfn, fuglanöfn, fiskanöfn. Þetta eru grundvallarorð í íslensku eins og æska, elli, heili,“ segir Þorvaldur og bætir við orðum eins og strákur og stelpa. „Sem eru ekki í skandinavískum málunum en eru úr gelískum málum.“ Í þættinum Landnemarnir á Stöð 2 um keltneskar rætur er meðal annars spurt hvort upphaf islensku þjóðarinnar megi rekja til rána víkinga á breskum konum.
Bretland Íslensk tunga Landnemarnir Tengdar fréttir Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30 Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15 Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00 Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59 Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00 Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Er íslensk þjóð afurð grimmra stúlknarána? Ísland var numið af norskum strákum sem fóru til Bretlands og náðu sér í konur, segir forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. 21. febrúar 2016 01:30
Skýrar vísbendingar um veiðistöð fyrir landnám Fornleifarannsókn í Höfnum á Reykjanesi hefur leitt í ljós mannvirki sem reist voru um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson á að hafa numið land. 15. febrúar 2016 21:15
Þarf Ísland nýtt landnámsártal? Er árið 874 enn í gildi eða voru einhverjir búnir að setjast að löngu á undan Ingólfi Arnarsyni? 14. febrúar 2016 09:00
Maður Auðar var konungur og þrælakaupmaður Auður djúpúðga er frægasta landnámskona Íslands. 5. febrúar 2016 14:59
Kverkarhellir gæti breytt tímasetningu landnámsins Gæti jafnframt orðið fyrsta sönnunin fyrir veru papa á Íslandi. 25. janúar 2016 18:00
Sigldu konur með pöpum til Íslands? Paparnir eru ein af ráðgátum Íslandssögunnar. 22. janúar 2016 13:30