Trump fór létt með Suður-Karólínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. febrúar 2016 08:45 Auðkýfingurinn umdeildi styrkti enn frekar stöðu sína í forkosningum Repúblikana með sigri í Suður-Karólínu. Vísir/Getty Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Donald Trump sigraði forkosningar Repúblikana-flokksins í Suður-Karólínu í gær með talsverðum yfirburðum. Sigurinn styrkir stöðu hans sem helsta forsetaefni flokksins en hann hefur nú unnið tvær af þeim þremur forkosningum sem haldnar hafa verið. Trump hlaut 32,5 prósent atkvæða og var tíu prósentum á undan Marco Rubio og Ted Cruz sem enduðu í öðru og þriðja sæti með rétt rúm 22 prósent atkvæða. Staða Trump, sem leitt hefur í skoðanakönnunum, hefur því styrkst verulega en hann vann einnig í New Hampshire. Langt er síðan sá frambjóðandi Repúblikana-flokksins sem vann bæði í New Hampshire og Suður-Karólínu hlaut ekki útnefningu flokksins. Auðkýfingurinn umdeildi hefur komið eins og stormsveipur inn í hið pólitíska landslag Bandaríkjanna og hafa deilur hans við Páfann og aðra keppinauta sína haft lítil sem engin neikvæð áhrif á fylgi Trump.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í BandaríkjunumIlla hefur gengið fyrir flokksgæðinga að keppa gegn Trump og í kjölfar úrslitanna í gær tilkynnti Jeb Bush að hann myndi draga framboð sitt til baka. Var hann lengi vel helsta vonarstjarna hins hefðbundna kjarna Repúblikana. Hann fékk aðeins tæp átta prósent atkvæða í Nevada. Var Bush helsti keppinautur Marco Rubio um stuðning hins hefbundna kjarna flokksins og þykir góður árangur Rubio í Suður-Karólínu og það að Bush sé hættur merki um það að einvígið um útnefningu flokksins standi á milli Trump og Rubio. Framundan eru forkosningar í Nevada þann 23. febrúar áður en kosið verður samtímis í þrettán ríkjum þann 1. mars. Er það einn mikilvægasti dagurinn í öllu forkosningaferlinu enda verður kosið um stuðning um fimmtung allra kjörmanna og ljóst þykir að sigur Trump í gær boði gott fyrir hann í komandi forkosningum.Trump var sigurreifur í sigurræðu sinni í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40 Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23 Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47 Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Páfinn dregur trú Trump í efa Segir hvern þann sem vilja byggja vegg á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, ekki vera kristinn. 18. febrúar 2016 17:40
Trump og Sanders rúlluðu upp New Hampshire Repúblikaninn Donald Trump og Demókratinn Bernie Sanders unnu báðir stórsigra í forvölum flokka sinna í New Hampshire í nótt. Sanders fékk um sextíu prósent atkvæða í ríkinu á meðan Hillary Clinton fékk um fjörutíu prósent og Trump er langt á undan hinum frambjóðendunum hjá Repúblikönum með 35 prósent atkvæða. 10. febrúar 2016 06:23
Trump lætur páfann heyra það Segist geta bjargað páfagarði frá ISIS verði hann forseti. 18. febrúar 2016 22:47
Trump sigurstranglegastur í Suður-Karólínu Þriðju forkosningar Repúblikana fyrir forsetakjörið í Bandaríkjunum hófust í dag. 20. febrúar 2016 19:26