Sandra braust fram á sjónarsviðið árið 1986 og braut líklega ansi mörg íslensk hjörtu þegar hún rúllaði upp Gleðibankanum, fyrsta framlagi Íslands til Eurovision. Henni hefur þó án efa tekist að vinna hug og hjörtu Íslendinga á nýjan leik með því að koma fram í kvöld.
Sandra var aðeins 13 ára þegar hún flutti sigurlagið árið 1986 og er hún enn yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi.
Líkt og endranær voru íslenskir tístarar virkir á Twitter með myllumerkinu #12stig.
Þessi gæti unnið. #12stig #sandra
— Óli G. (@dvergur) February 20, 2016
Fimm ára sonur minn reynir að fá mig til að kjósa Söndru Kim #12stig
— Gudrun Birna Olafs (@gudrun_olafs) February 20, 2016
Sandra Kim hefur ekkert elst. #12stig
— Petur Jonsson (@senordonpedro) February 20, 2016
Fimm ára sonur minn reynir að fá mig til að kjósa Söndru Kim #12stig
— Gudrun Birna Olafs (@gudrun_olafs) February 20, 2016
Ég er ekki enn búinn að sættast við Söndru Kim. Gef henni einn séns #12stig
— Stefán Eiríksson (@StefanEiriks) February 20, 2016