Trump vann í sjö ríkjum.

Donald Trump sigraði í Alabama, Georgíu, Massachusetts, Tennessee, Virginíu, Arkansas og Vermont.
Ted Cruz sigraði í Texas, Oklahoma og Alaska.
Marco Rubio sigraði í Minnesota.
Hillary Clinton sigraði í Alabama, Georgíu, Tennessee, Virginíu, Arkansas, Texas, Massachusetts og Samóaeyjum.
Bernie Sanders sigraði í Vermont, Oklahoma, Minnesota og Colorado.
Sjá einnig: Clinton og Trump herða tökin í baráttunni
Samkvæmt BBC er Trump nú kominn með 285 kjörmenn, en til að sigra þarf 1.237. Cruz er með 161 og Marco Rubio með 87.
Hillary Clinton er með 1.001 kjörmenn, en til að hljóta forval Demókrata þarf 2.383. Bernie Sanders er kominn með 371.