Conor fór frá Dublin til Kaliforníu þar sem hann æfði áður en hann fór til Las Vegas. Er hann var að keyra um á Rolls Royce-kerrunni sinni sá hann svalir þar sem var pappaspjald af honum og írski fáninn einnig.
Hann hafði keyrt nokkrum sinnum fram hjá og ákvað loks að heilsa upp á aðdáandann. Sá fékk heldur betur fyrir peninginn.
Írinn er þekktur fyrir að sinna sínu stuðningsfólki vel. Hvar sem hann kemur skrifar hann á allt og leyfir öllum sem vilja að fá myndir af sér. Skiptir engu máli hvað það tekur hann langan tíma.
„Ég er ótrúlega þakklátur fólkinu sem styður mig og tek þessum stuðningi ekki sem sjálfsögðum hlut,“ sagði Conor.
Innslagið óborganlega má sjá hér að neðan.