Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2016 18:59 „Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns. Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
„Mér sýnist að vinnubrögð Útlendingastofunar séu, sem og vinnubrögð kærunefndar útlendingamála, þau að sundurgreina sögu umsækjanda í þeim tilgangi til að réttlæta synjun,“ ritar Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, í grein sem birtist á Vísi í dag. Í greininni rekur hann sögu Amir Shokrogozar, 29 ára gamals samkynhneigðs Írana, sem flúði heimaland sitt sökum þess að þar í landi varðar það dauðarefsingu að vera samkynhneigður. Frá Íran fór hann til Tyrklands og þaðan til Ítalíu.Toshiki Toma„Amir bjó í flóttamannabúðum og varð þar fyrir miklu áfalli þegar nokkrir menn réðust á hann og börðu hann og nauðguðu. Hann var skilinn eftir meðvitundarlaus. Hann varð að fara úr flóttamannabúðum, þar sem lögreglan tók hann ekki alvarlega og gerði ekkert í málinu,“ skrifar Toma. Frá Ítalíu hrökklaðist Amir til Svíþjóðar en þar dvaldist hann í þrjú ár ólöglega. Í Svíþjóð tók hann kristni og leitaði síðar til Íslands eftir að hafa frétt að fordómar gagnvart samkynhneigðum væru líklega minnstir á Íslandi. Hann sótti um hæli hér á landi og horfir nú fram á það að vera vísað til Ítalíu á nýjan leik. Í niðurstöðu Útlendingastofnunar er það nefnt sem ástæða fyrir synjun að Amir var veitt dvalarleyfi í Ítalíu auk þess að flótti hans hafi verið á efnahagslegum nótum en ekki í tengslum við öryggi hans. „Og í fjórða lagi telst kynferðislegt ofbeldi sem Amir upplifði í Ítalíu lítilsháttar ,,verður (...) ekki jafnað við pyntingar eða annað sem réttlætt gæti þá afstöðu að telja skuli hann í sérstakri stöðu“,“ hefur Toma eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. „Ég vil skora á yfirvöld að endurskoða mál Amir Shokrogozar og veita honum dvalarleyfi af mannúðarástæðum,“ segir Toma í niðurlagi pistils síns.
Flóttamenn Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira