Donald Trump, sem leiðir baráttuna fyrir útnefningu Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, neyddist til að aflýsa stórum kosningafundi í Chicago í Illinois í gærkvöldi vegna mótmæla andstæðinga hans á fundarstaðnum.
Andstæðingar Trump fjölmenntu á fundarstaðinn löngu áður en fundurinn átti að hefjast og kom til smávægilegra ryskinga milli þeirra og stuðningsmanna Trump, sem reyndu að taka mótmælaspjöld af andstæðingunum.
Þetta er í fyrsta sinn sem Trump þarf að aflýsa kosningafundi vegna mótmæla. Þúsundir andstæðinga Trump söfnuðust saman fyrir utan fundarstaðinn en þrátt fyrir öskursamkeppni milli fylkinga og smávægilegra pústra, slasaðist enginn og lögregla lét mótmælin að mestu afskiptalaus.
Demókratar njóta mikils fylgis í Chicago, sem einnig er heimaborg Barack Obama forseta.
Kosningafundi Trump aflýst vegna mótmæla

Tengdar fréttir

Heilaskurðlæknirinn Carson styður Trump sem forsetaefni
Á þriðjudaginn kemur, sem nefndur er "litli ofurþriðjudagurinn“, verða forkosningar haldnar í nokkrum mikilvægum ríkjum: Flórída, Illinois, Missouri, Norður-Karólínu og Ohio.

Sjáðu Trump og Rubio takast á um hvort múslimar hati Bandaríkin
Rubio reyndi að svara fordómafullum ummælum Trump fullum hálsi, en gerði það ekki vel.

Fólkið sem myndi fylgja Donald Trump í Hvíta húsið
Donald Trump hefur þrívegist gengið í hjónaband og á fimm börn.

Vill ekki tryggja Trump eða Cruz sigurinn
Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri í New York, segist ekki geta hugsað sér að framboð sitt yrði til þess að koma Donald Trump eða Ted Cruz í forsetaembætti Bandaríkjanna.