Söngvari AC/DC heyrnarlaus vegna mótorsports Finnur Thorlacius skrifar 10. mars 2016 15:13 Brian Johnson á keppnisbrautinni. Aflýsa hefur þurft yfirstandandi tónleikaröð hljómsveitarinnar AC/DC vegna þess að söngvari hljómsveitarinnar, Brian Johnson, er orðinn svo gott sem heyrnarlaus. Ástæða þess er ekki sú að hann standi á sviðinu með þessari háværu hljómsveit. Nei, það er vegna þess að hann keppir í mótorsporti og þar er hávaðinn mun meiri. Johnson hefur reyndar þjáðst af heyrnarskorti frá því árið 2014 og læknir hans hefur eindregið ráðlagt honum að taka ekki þátt í hljómleikaferðalögum hljómsveitarinnar frá því þá. Johnson hefur viðurkennt að ástæða heyrnarskerðingarinnar sé sú að hann hafi setið í keppnisbílum án eyrnarhlífa alltof lengi. Tónlist hljómsveitarinnar eigi í raun engan þátt í heyrnarskerðingunni. Johnson hefur dregið sig frá hljómleikahaldi og hefur mörgum fyrirhuguðum hljómleikum AC/DC í Bandaríkjunum nú verið aflýst vegna þess. Læknir Johnson hefur bent honum á að ef hann gerði það ekki ætti hann á hættu að missa algerlega heyrnina. Johnson hefur verið söngvari AC/DC frá árinu 1980. Til greina kemur hjá AC/DC að fá gestasöngvara í stað Johnson og halda áfram tónliekaferðalagi sínu. Johnson hefur oft tekið þátt í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og mörgum góðgerðarkappökstrum og hann á margan flottan bílinn. Meðal þeirra er Ferrari 458 og Bentley sem notaður var í James Bond mynd og fullt af öðrum glæsikerrum. Hann kom oft í heimsókn í Top Gear þáttunum, enda algjör gírhaus!Brian Johnson í góðgerðarkappakstri.Brian Johnson í heimsókn hjá Jeremy Clarkson i Top Gear þáttunum. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent
Aflýsa hefur þurft yfirstandandi tónleikaröð hljómsveitarinnar AC/DC vegna þess að söngvari hljómsveitarinnar, Brian Johnson, er orðinn svo gott sem heyrnarlaus. Ástæða þess er ekki sú að hann standi á sviðinu með þessari háværu hljómsveit. Nei, það er vegna þess að hann keppir í mótorsporti og þar er hávaðinn mun meiri. Johnson hefur reyndar þjáðst af heyrnarskorti frá því árið 2014 og læknir hans hefur eindregið ráðlagt honum að taka ekki þátt í hljómleikaferðalögum hljómsveitarinnar frá því þá. Johnson hefur viðurkennt að ástæða heyrnarskerðingarinnar sé sú að hann hafi setið í keppnisbílum án eyrnarhlífa alltof lengi. Tónlist hljómsveitarinnar eigi í raun engan þátt í heyrnarskerðingunni. Johnson hefur dregið sig frá hljómleikahaldi og hefur mörgum fyrirhuguðum hljómleikum AC/DC í Bandaríkjunum nú verið aflýst vegna þess. Læknir Johnson hefur bent honum á að ef hann gerði það ekki ætti hann á hættu að missa algerlega heyrnina. Johnson hefur verið söngvari AC/DC frá árinu 1980. Til greina kemur hjá AC/DC að fá gestasöngvara í stað Johnson og halda áfram tónliekaferðalagi sínu. Johnson hefur oft tekið þátt í Mille Miglia kappakstrinum á Ítalíu og mörgum góðgerðarkappökstrum og hann á margan flottan bílinn. Meðal þeirra er Ferrari 458 og Bentley sem notaður var í James Bond mynd og fullt af öðrum glæsikerrum. Hann kom oft í heimsókn í Top Gear þáttunum, enda algjör gírhaus!Brian Johnson í góðgerðarkappakstri.Brian Johnson í heimsókn hjá Jeremy Clarkson i Top Gear þáttunum.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent