Gott að hafa Beck í KR-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2016 16:15 Þórólfur Beck. Myndasafn Fréttablaðsins KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
KR-ingar urðu þrisvar sinnum Íslandsmeistarar á síðustu fjórum tímabilunum sem Þórólfur Beck kláraði með liðinu á sjöunda áratugnum. Sögufróðir KR-ingar fagna því að félagið hafi endurheimt Beck í liðið sitt fyrir komandi tímabil í Pepsi-deildinni í fótbolta. Sigurður Helgason þekkir mjög vel til í KR enda hefur hann unnið fyrir félagið í tugi ára og þessi mikli KR-ingur sá strax mjög jákvæða hluti við komu Dananna Morten Beck Andersen og Morten Beck til félagsins. „Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þórólfur Beck sem lék þá með KR eftir að hafa öðlazt á ný áhugamanna réttindi sín eftir glæstan feril sem atvinnumaður í knattspyrnu," skrifaði Sigurður Helgason á fésbókina um leið og hann deildi frétt Vísis frá því í gær. Þórólfur Beck var lykilmaður í sigri KR á Íslandsmótinu 1968 en KR vann ekki titilinn síðan í 31 ár eftir að hann lagði skóna á hilluna. Þórólfur meiddist illa á ökkla sumarið eftir og lagði svo skóna á hilluna í kjölfarið. Þórólfur Beck varð alls þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR en hann vann titilinn einnig 1959 og 1961. Hann varð einnig þrisvar markahæsti leikmaður deildarinnar, 1959 (11 mörk), 1960 (15 mörk) og 1961 (16 mörk) áður en hann fór út í atvinnumennskuna og bætti markamet deildarinnar í tvö seinni skiptin. Markmet Þórólfs frá sumrinu 1961, 16 mörk, stóð í tólf ár eða þangað til að Hermann Gunnarsson bætti það sumarið 1973. Sumarið 1959 var spiluðu tvöföld umferð í fyrsta sinn og þá vann KR-liðið með Þórólfur Beck í fararbroddi alla tíu leiki tímabilsins. Það KR-liðið er eina liðið í efstu deild sem hefur náð fullu húsi á Íslandsmótinu síðan að liðin fóru að spila heima og að heiman. Kannski verður of af mikið Beck-áhrifum í KR-liðinu en það mun koma í ljós. Nýju mennirnir ættu að styrkja bæði vörnina og sóknina fyrir Pepsi-deildina í sumar. Morten Beck er 21 árs og 180 sentímetra hægri bakvörður en Morten Beck Andersen er 28 ára og 190 sentímetra sóknarmaður. Hvernig menn koma til að greina nöfnin í sundur á enn eftir að koma í ljós.Þetta veit á gott að hafa tvo Beck í liðinu. Síðast þegar Beck spilaði með KR vann liðið Íslandsmótið 1968. Það var Þóró...Posted by Siggi Helgason on 22. mars 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55 Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Sjá meira
Annar Dani til KR Morten Beck Andersen, 28 ára Dani, er genginn til liðs við KR. 5. febrúar 2016 12:55
Tveir Morten Beck í KR Bakvörðurinn Morten Beck er kominn með leikheimild hjá KR. 22. mars 2016 19:46