Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 10. maí 2025 15:50 Leikmenn Vestra fagna enn einu markinu. Vísir/Anton Brink Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. Þrátt fyrir ágætis viðleitni Aftureldingar náði liðið ekki að brjóta niður skipulagða vörn Vestra. Arnór Borg Guðjohnsne, sem hafði komið inn á sex mínútum áður, skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Vestra á 72. mínútu eftir góðan undirbúning frá Daða Berg Jónssyni og Morten Hansen fyrirliða. Morten Hansen, fyrirliði Vestra.Vísir/Anton Brink Með sigrinum styrkir Vestri stöðu sína og situr eitt á toppnum í deildinni og sýnir kannski hérna að liðið er tilbúið til að berjast um sæti í efri hluta deildarinnar í sumar. Afturelding situr enn þá um miðja deild með sjö stig. Guy Smit hefur aðeins fengið tvö mörk á sig til þessa.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Vestri nær að skora strax í upphafi leiks og það breytir alltaf leikjum. Afturelding þurfti strax að breyta um leikskipulag. Davíð Smári fylgist með sínum mönnum.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins ætla ég að gefa Arnóri Borg, einfaldlega þar sem hann skorar eftir sex mínútur í búningi Vestra. Frábær byrjun og vonandi það sem koma skal frá honum fyrir Vestra, þeir þurfa alla leikmenn í toppstandi fyrir toppbaráttuna. Dómarinn Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, vildi meina að dómarinn hefði tvívegis átt að dæma vítaspyrnur eftir brot heimaliðsins. Hann á kannski eitthvað fyrir sér í því. Heilt yfir var dómarinn ekkert frábær en ekkert hræðilegur. Gefum honum sexu bara og allir fara sáttir inn í herrakvöld Vestra. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink Stemmning Það er alltaf góð stemming fyrir Vestan þessa dagana og sérstaklega í dag þar sem menn eru að fara gera sér glatt kvöld og arka til herrakvölds Vestra. Efstir og í stuði, það má segja um stuðningsmenn Vestra. Magnús Már: „Svekktur“ Magnús Már á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Frammistaðan fín á köflum en einnig vondir kaflar þar sem þeim tókst að skora,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari gestanna, beðinn um fyrstu viðbrögð eftir leik. Magnúsi Má fannst Vestri nýta sínar sóknir betur og að sama skapi þurfi þeir að líta betur inn á við og gera betur. En óskaði Vestra til hamingju eins og sannur keppnismaður. Magnús Már var með smá pillu á dómarana og bað um að liði sínu yrði sýnd smá virðing, þeir hefðu til dæmis átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þetta er annar útileikurinn í röð þar sem dómar falla með heimaliðinu en ekki Aftureldingu. „Er sammála því, það vantaði herslumuninn, það er það sem við þurfum að gera, við þurfum að bæta okkur. En einnig að fá meiri virðingu,“ sagði Magnús að endingu. Besta deild karla Vestri Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. maí 2025 17:31
Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs. Þrátt fyrir ágætis viðleitni Aftureldingar náði liðið ekki að brjóta niður skipulagða vörn Vestra. Arnór Borg Guðjohnsne, sem hafði komið inn á sex mínútum áður, skoraði svo sitt fyrsta mark fyrir Vestra á 72. mínútu eftir góðan undirbúning frá Daða Berg Jónssyni og Morten Hansen fyrirliða. Morten Hansen, fyrirliði Vestra.Vísir/Anton Brink Með sigrinum styrkir Vestri stöðu sína og situr eitt á toppnum í deildinni og sýnir kannski hérna að liðið er tilbúið til að berjast um sæti í efri hluta deildarinnar í sumar. Afturelding situr enn þá um miðja deild með sjö stig. Guy Smit hefur aðeins fengið tvö mörk á sig til þessa.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Vestri nær að skora strax í upphafi leiks og það breytir alltaf leikjum. Afturelding þurfti strax að breyta um leikskipulag. Davíð Smári fylgist með sínum mönnum.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Stjarna leiksins ætla ég að gefa Arnóri Borg, einfaldlega þar sem hann skorar eftir sex mínútur í búningi Vestra. Frábær byrjun og vonandi það sem koma skal frá honum fyrir Vestra, þeir þurfa alla leikmenn í toppstandi fyrir toppbaráttuna. Dómarinn Magnús Már, þjálfari Aftureldingar, vildi meina að dómarinn hefði tvívegis átt að dæma vítaspyrnur eftir brot heimaliðsins. Hann á kannski eitthvað fyrir sér í því. Heilt yfir var dómarinn ekkert frábær en ekkert hræðilegur. Gefum honum sexu bara og allir fara sáttir inn í herrakvöld Vestra. Úr leik dagsins.Vísir/Anton Brink Stemmning Það er alltaf góð stemming fyrir Vestan þessa dagana og sérstaklega í dag þar sem menn eru að fara gera sér glatt kvöld og arka til herrakvölds Vestra. Efstir og í stuði, það má segja um stuðningsmenn Vestra. Magnús Már: „Svekktur“ Magnús Már á hliðarlínunni.Vísir/Anton Brink „Frammistaðan fín á köflum en einnig vondir kaflar þar sem þeim tókst að skora,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari gestanna, beðinn um fyrstu viðbrögð eftir leik. Magnúsi Má fannst Vestri nýta sínar sóknir betur og að sama skapi þurfi þeir að líta betur inn á við og gera betur. En óskaði Vestra til hamingju eins og sannur keppnismaður. Magnús Már var með smá pillu á dómarana og bað um að liði sínu yrði sýnd smá virðing, þeir hefðu til dæmis átt að fá tvær vítaspyrnur í leiknum og þetta er annar útileikurinn í röð þar sem dómar falla með heimaliðinu en ekki Aftureldingu. „Er sammála því, það vantaði herslumuninn, það er það sem við þurfum að gera, við þurfum að bæta okkur. En einnig að fá meiri virðingu,“ sagði Magnús að endingu.
Besta deild karla Vestri Afturelding Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Sigur liðsheildarinnar“ „Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. maí 2025 17:31
„Sigur liðsheildarinnar“ „Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag. 10. maí 2025 17:31