Lopapeysuviðskipti Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 23. mars 2016 12:00 Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Airwaves Forsetakosningar 2016 Skoðun Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um lopapeysuna sem gefin var borgarstjóra Chicago í síðustu viku og sitt sýnist hverjum um þá gjöf. En því getur enginn neitað að um íslenska hönnun er að ræða, útfærslu á hinni íslensku lopapeysu sem aftur er talin hafa mótast fyrir áhrif erlendra prjónahefða sem bárust til landsins fyrir margt löngu. Þessi umræða er athyglisverð nú nokkrum dögum eftir HönnunarMars þar sem íslensk hönnun er dregin fram í sviðsljósið. „Aðferðafræði hönnunar býr yfir tækifærum til sköpunar og endursköpunar“ segir meðal annars á vef Hönnunarmiðstöðvar og er því ekki hægt að líta svo á að um endursköpun íslensku lopapeysunnar sé að ræða? Hvort mikil rannsóknarvinna liggi að baki hönnunar lopapeysunnar sem prjónuð er í Kína eftir uppskrift íslensks hönnunarfyrirtækis skal ósagt látið en gaman væri að heyra um hönnunarferli peysunnar í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hún hefur valdið. En nóg af lopapeysumálinu. HönnunarMars er kominn í hóp með stóru hátíðunum eins og RIFF, Airwaves og menningarnótt. Hingað koma erlendir aðilar sérstaklega til að kynna sér íslenska hönnun, samræður og tengingar eiga sér stað og íslensk hönnunarvara selst sífellt meira í erlendar verslanir í gegnum DesignMatch sem haldinn er samhliða HönnunarMars. Það mega aðstandendur hátíðarinnar eiga að þeim hefur tekist að tengja hönnun og viðskipti saman með hreint ágætis árangri og er það fín búbót í íslenskt þjóðarbú. Íslensk hönnun þykir frjó, dulúðug og oft á tíðum framandi. Hún er gjarnan tengd við okkar stórbrotnu náttúru sem í fjölbreytileika sínum kemur sífellt á óvart. En tækifærin væru ansi fátækleg ef ekki kæmu til erlendir framleiðendur sem vinna með íslenskum hönnuðum við að útfæra hönnun þeirra til framleiðslu. Flóran væri ekki eins fjölbreytt ef eingöngu væri framleitt hérlendis úr innlendu hráefni. Meira að segja ítölsku hátískufyrirtækin framleiða hluta af sinni vörulínu í öðrum löndum eins og Kína, ástæðan er sú sama og hér, ódýrari aðföng og fleiri tækifæri á markaði. Hitt er svo annað mál að það er gæðastimpill að vara sé framleidd á heimamarkaði þeirra, Ítalíu, því hefðin er sterk og framleiðendur með áratuga reynslu í faginu, nokkuð sem við hér á landi eigum enn töluvert í land með og þangað til þurfum við á erlendum framleiðendum að halda. Komum okkur upp úr skotgröfunum, viðurkennum stöðuna eins og hún er og stöndum við bakið á íslenskri hönnun í margbreytileika sínum – smekkur er síðan aftur á móti persónubundinn og dæmir hver fyrir sig, á þeim forsendum.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar