Chelsea tók heilmikið frá mér og öllu liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:00 Pálína Gunnlaugsdóttir er í risastóru hlutverki hjá toppliði Hauka í Domino's-deild kvenna í körfubolta. Hér er hún í leik gegn Snæfelli í vetur. Fréttablaðið/Stefán Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira
Haukar ráku þjálfara og erlendan leikmann nánast kvöldið fyrir einn mikilvægasta leik tímabilsins. Liðið svaraði með öruggum sigri á toppliði Snæfells og vantar nú bara einn sigur á heimavelli í kvöld til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Heimavallarréttur skiptir gríðarlega miklu máli í einvígi Hauka og Snæfells sem hafa bæði unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu. „Ég er mjög ánægð með það hvernig ég sjálf tæklaði þetta, hvernig Helena (Sverrisdóttir) tæklaði þetta og sömu sögu má segja um restina af liðinu,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir. Hún fór á kostum fyrir áramót en hvarf nánast úr sóknarleik liðsins við komu Chelsea Schweers um áramótin. „Hún tók helling frá mér og mér fannst hún eiginlega taka frá öllum í liðinu. Chelsea er frábær leikmaður, virkilega góð í körfubolta og örugglega einn besti Kani sem hefur komið til Íslands. Eins og liðið okkar er uppbyggt núna þá erum við með svo ótrúlega marga góða leikmenn og það er líka ástæðan fyrir velgengni okkar. Við erum með svo margar góðar stelpur sem mynda þetta skemmtilega og góða lið. Það sem Chelsea breytti í okkar leik var að hún var að taka of mikið til sín og leyfði ekki öðrum að vera þátttakendur,“ segir Pálína. Það var búist við miklu af Haukum og tvö töp á stuttum tíma, stuttu eftir komu Chelsea, komu mörgum mikið á óvart. Pressan var mikil. „Það er búið að vera mikið drama í gangi í Haukaliðinu og í stjórninni. Ég held að þetta hafi bara styrkt okkur og það er aftur orðið ótrúlega gaman að koma á æfingar,“ segir Pálína um breytingarnar. Það fer ekki á milli mála að ábyrgðin er mikil á henni og Helenu Sverrisdóttur. Í síðasta leik á móti Val voru þær saman með 54 stig og 13 stoðsendingar. „Við Helena erum reynslumiklar og það er alltaf verið að horfa á okkur. Málið er það að hinir leikmennirnir eru svo ótrúlega mikilvægir. Það býr til þetta frábæra lið. Það eru leiðtogar í liðinu en ef hinar eru ekki með þá getum við gleymt þessu,“ segir Pálína. „Chelsea bætti í rauninni engu við liðið. Kannski hef ég dregið mig í hlé eins og fleiri þegar hún kom. Það hefur samt verið ómeðvitað hjá okkur öllum. Það var kannski erfitt að keyra sig í gang þegar maður fékk ekkert að taka þátt í sóknarleiknum,“ segir Pálína. Hún talaði um tækifæri til að vinna stóra titilinn án Kana þegar hún kom aftur í Hauka í haust. Nú hefur sá möguleiki opnast aftur. „Þó svo að þetta drama hafi verið svolítið leiðinlegt þá er þetta einn skemmtilegasti veturinn hjá mér í seinni tíð. Það er líka gaman að hafa þetta svona íslenskt,“ segir Pálína að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Sjá meira