Skattaskjól Árni Páll Árnason skrifar 21. mars 2016 00:00 Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar