Þjálfari Anítu: Ég er sáttur en Aníta vildi meira Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2016 20:57 Aníta náði fimmta sæti í kvöld. vísir/stefán „Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, við Vísi nú rétt í þessu.Aníta hljóp til úrslita í 800 metra hlaupi á HM innanhúss í Portland í Bandaríkjunum í kvöld og hafnaði í fimmta sæti. Hún hljóp á 2:02,58 mínútum sem er hægara en í undanrásum. „Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun. Hún spurði sig bara af hverju hún gat ekki haldið í við þær á loaksprettinum og var bara svekkt með það,“ sagði Gunnar en Aníta átti ekki mikið eftir á síðasta hringnum og missti þar fjórða sætið. „Hana langar að vera í baráttunni um verðlaun en þetta er nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ sagði Gunnar Páll. Aníta hefur verið mjög öflug á æfingum undanfarið og getur hlaupið hraðar eins og hún sýndi í undanrásum í gær. Úrslitahlaupið var bara þannig að erfitt var fyrir Anítu að halda uppi hraða. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
„Ég sjálfur get ekki verið annað en sáttur en fyrstu viðbrögð Anítu voru ekki þau sömu,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, við Vísi nú rétt í þessu.Aníta hljóp til úrslita í 800 metra hlaupi á HM innanhúss í Portland í Bandaríkjunum í kvöld og hafnaði í fimmta sæti. Hún hljóp á 2:02,58 mínútum sem er hægara en í undanrásum. „Hún gerir svo miklar kröfur til sín. Aníta vill bara vera í baráttunni um verðlaun. Hún spurði sig bara af hverju hún gat ekki haldið í við þær á loaksprettinum og var bara svekkt með það,“ sagði Gunnar en Aníta átti ekki mikið eftir á síðasta hringnum og missti þar fjórða sætið. „Hana langar að vera í baráttunni um verðlaun en þetta er nú þær allra bestu sem hún er að keppa við. Ég er sáttur við niðurstöðuna en hún er ekki alveg sátt.“ sagði Gunnar Páll. Aníta hefur verið mjög öflug á æfingum undanfarið og getur hlaupið hraðar eins og hún sýndi í undanrásum í gær. Úrslitahlaupið var bara þannig að erfitt var fyrir Anítu að halda uppi hraða. „Þarna voru lakari millitímar og í svona aðstæðum kemur í ljós hverjar eru virkilega þær bestu. Hraðabreytingarnar eru þannig að keyrt er rosalega í lokin. Það er miklu erfiðara því þá er komin mikil mjólkursýra í vöðvana. Anítu vantar enn smá styrk til að halda í við þær bestu á svona spretti,“ sagði Gunnar Páll. „Það er bara svona að vera komin undir alvöru pressu á stóra sviðinu. Þá er erfitt að gera alveg það sama á og maður er að gera á æfingum. Aníta getur alveg hlaupið hraðar en bara ekki í svona hlaupi. Það er samt frábært hjá henni að fylgja fimmta sætinu á EM í fyrra eftir með fimmta sæti núna,“ sagði Gunnar Páll Jóakimsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Aníta fimmta á HM innanhúss Aníta Hinriksdóttir hljóp á 2:02,58 mínútum og varð í fimmta sæti eins og á EM í fyrra. 20. mars 2016 20:30