Sigmundur Davíð segist ekki verða aftursætisbílstjóri Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2016 19:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið. Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir síðasta ríkisráðsfund stjórnar hans á Bessastöðum í dag að það væri mikið fagnaðrefni að búið væri að tryggja áframhaldandi stjórnarsamstarf Sjálfstæðisfloks og Framsóknarflokks. Það væri tilhlökkunarefni að verja ríkisstjórnina falli á Alþingi á morgun. Ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Lilja Dögg Alfreðsdóttir tekur við utanríkisráðuneytinu og Gunnar Bragi Sveinsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Tveir ríkisráðfundir fóru fram á BessastöðuM í dag. Á hinum fyrri kom ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar saman í síðasta sinn með forseta Íslands. Á hinum síðari tók Sigurður Ingi síðan við völdum og Lilja Dögg Alfreðsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum kom ný inn í ríkisstjórn. Hún sest í stól utanríkisráðherra í stað Gunnars Braga Sveinssonar sem verður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem líst vel á að skipta um ráðuneyti. „Ég er alltaf tilbúinn í skemmtileg verkefni og áskoranir. Á maður ekki að segja að landbúnaður séu mínar ær og kýr,“ sagði Gunnar Bragi á Bessastöðum í dag. Öðrum ráðherrum sem fréttastofa ræddi við leist vel á niðurstöðuna. Sigmundur Davíð lét bíða aðeins eftir sér og kom ekki til Bessastaða fyrr en tæpum tuttugu mínútum eftir settan fundartíma og sló á létta strengi við fréttamenn á leið inn í húsið. „Ég spjalla kannski aðeins við ykkur á eftir en má ég spyrja ykkur um eitt: Voru embættismennirnir með töskuna?“ og vísaði þar til tösku ráðuneytisstjóra og ritara ríkisráðs sem Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands vísaði til á dögunum. Þegar Sigmundur var kominn til fundarins voru allir mættir nema Ólöf Nordal sem glímir þessa dagana við veikindi. En þarna hittust þeir fráfarandi forsætisráðherra og forseti Íslands í fyrsta skipti frá fundinum afdrifaríka í fyrradag þar sem forsetinn hafnaði þingrofsbeiðni forsætisráðherrans. Sigmundur Davíð kom síðan út af ríkisráðsfundi óbreyttur þingmaður og ræddi loks við fjölmiðla sem hann hefur forðast undanfarna daga. „Ég tel það mikið fagnaðrefni að það hafit tekist að halda ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks starfandi undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar. Hann er svo sannarlega hæfur maður í það starf. Ég mun sjálfur byrja á því sem næsta verkefni að mæta í þingið og verja ríkisstjórnina vantrausti. Það er tilhlökkunarefni eins og verið hefur hjá mér um nokkurt skeið,“ sagði Sigmundur Davíð. Í framhaldi af því ætlaði hann í frí með konu sinni og barni. En margir hafa haldið því fram að forsætisráðherrann fyrrverandi verði harður aftursætisbílstjóri. „Ég treysti Sigurði Inga Jóhannssyni fullkomlega til að gera þessa hluti vel. En ef ég get aðstoðað hann með einhverja hluti er ég alltaf reiðubúinn til þess. En hann er fullfær um að stýra þessum málum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson glaðbeittur og hélt svo út í sólskynið.
Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira