Vantraust til umræðu á morgun Sveinn Arnarsson skrifar 7. apríl 2016 12:19 Ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannsonar hefur störf í miklum mótbyr, bæði þjóðarinnar og innan beggja flokka. Vísir Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“ Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Vantrausttillaga minnihlutans á þingi og krafa um þingrof verður tekin til afgreiðslu á morgun, föstudag, klukkan 13:00 eftir hádegi. Umræða um vantraust mun líklega taka um þrjár til fjórar klukkustundir og því verður gengið til afgreiðslu um vantrausttillöguna síðdegis. Þetta kemur fram í tölvupósti til þingmanna frá skrifstofu alþingis. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að taka tillöguna til afgreiðslu. Þessi ríkisstjórn er rúin trausti og það sé vilji stórs hluta þjóðarinnar að boðað verði til kosningar hið fyrsta. Þar gefst óbreyttum þingmönnum stjórnarmeirihlutans tækifæri til að útskýra hvort þeir styðji ríkisstjórn með ráðherrum sem hafa átt fyrirtæki í skattaskjólum,“ segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur á að skipa 38 þingmenn sem er rúmur meirihluti á þingi. Stjórnarandstöðuþingmenn eru 25 talsins og því þurfa sjö stjórnarþingmenn að styðja vantrausttillöguna svo hún verði samþykkt. Telja má það harla ólíklegt þar sem báðir stjórnarflokkarnir hafa lagt blessun sína yfir áframhaldandi samstarf þó nokkrir þingmenn hafi verið ósáttir við stöðuna.Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/ErnirFráleitt að fresta kosningum til hausts „Þeir hafa sterkan meirihluta á þingi en staða þeirra er slæm og flokkarnir laskaðir,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Því er mikilvægt að fá fram tillöguna og ræða hana í þinginu. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórnin myndi sitja til haustsins. Boðað yrði til kosninga í haust án þess að nákvæm tímasetning lægi fyrir þinginu. Að mati Bjarna væri ekki hægt að efna til kosninga fyrr en ríkisstjórnin hefði klárað mikilvæg mál og farið í gegnum þingmálaskrá fyrri ríkisstjórnar. Það loforð fyrir kosningum segir Sigríður Ingibjörg ekki markvert. „Nei þetta er algjörlega fráleit tillaga. Það að segja að þeir boði til kosninga þegar þeir tæmi sína málskrá er ekki í anda ákalls þjóðarinnar um kosningar svo fljótt sem verða má og að þessi ríkisstjórn fari frá völdum.“
Alþingi Panama-skjölin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira