Höfum við efni á Sigmundi Davíð? skjóðan skrifar 6. apríl 2016 11:00 Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Yfirleitt eru stjórnarkreppur hér á landi til heimabrúks. Áhrif þeirra eru lítil utan landsteina. Svo er ekki nú. Ísland er forsíðuefni um víða veröld. Dæmalaust viðtal forsætisráðherra, þar sem hann reyndi að ljúga sig út úr viðtali við sænskan fréttamann, er eitthvert vinsælasta myndefnið á veraldarvefnum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nefndur sem hluti ósvífnu tylftarinnar (dirty dozen). Þar er hann í hópi með fyrirlitlegum einræðisherrum. Að sönnu er Sigmundur Davíð hvorki harðstjóri né fjöldamorðingi eins og sumir á þessum lista enda listanum ekki ætlað að sýna fram á glæpi heldur siðleysi og spillingu. Þegar þetta er skrifað hafa forystumenn í íslensku atvinnulífi lýst áhyggjum sínum af því fjárhagstjóni, sem seta Sigmundar Davíðs í embætti forsætisráðherra getur valdið íslenska þjóðarbúinu. Þegar virðist farið að bera á afpöntunum erlendra ferðamanna á ferðum hingað til lands og forsvarsmenn útflutningsgreina hafa áhyggjur af því að spilltur forsætisráðherra og ríkisstjórn geti spillt mikilvægum mörkuðum. Frá hruni hefur það orð farið af okkur Íslendingum, með réttu eða röngu, að við höfum tekið af festu á hruninu og orsökum þess. Vitnað er til þess að á Íslandi hafi bankamennirnir verið settir í fangelsi og hér sett ný stjórnarskrá. Íslenskir útflytjendur hafa fundið fyrir jákvæðum áhrifum vegna þessa á erlendum mörkuðum. Nú er íslenski forsætisráðherrann á forsíðum helstu fjölmiðla í heimi sem eitt helsta dæmið um spilltan stjórnmálamann sem skarar eld að eigin köku og skapar sér og sínum annan efnahagslegan veruleika en hann ætlar þjóð sinni. Með réttu eða röngu er þetta staðreynd málsins. Þannig er núverandi stjórnarkreppa ekki til heimabrúks eingöngu. Nú veit allur heimurinn að forsætisráðherrann er ósannindamaður sem varðveitir peningana sína í alþekktu skattaskjóli. Orð hans um að allt hafi verið gefið upp og greiddir af skattar eru léttvæg. Hann hefur þegar orðið uppvís að því að fara frjálslega með sannleikann. Á meðan slíkur maður situr í embætti forsætisráðherra geta útflutningsmarkaðir glatast. Ef sjálfur forsætisráðherrann treystir sér ekki til að geyma peninga sína í heimalandinu og í gjaldmiðli eigin þjóðar hví skyldu erlendir fjárfestar treysta þessu landi? Hvernig ætla menn að afnema gjaldeyrishöftin og byggja upp trúna á hagkerfinu þegar sjálfur forsætisráðherrann gætir þess vandlega að hans eigin peningar komi þar hvergi nærri? Það er óþekkt í vestrænum lýðræðisríkjum að kjörnir fulltrúar og ráðamenn geymi peninga í aflandsskattaskjólum og komist upp með það. Komist íslenskir ráðamenn upp með slíkt verður Ísland talið með þriðjaheimsríkjum en ekki vestrænum lýðræðisríkjum. Það getur haft afdrifaríkar og ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir útflutningstekjur og hag þjóðarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Skjóðan Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira