Deginum lýst sem leikhúsi fáránleikans Svavar Hávarðsson skrifar 6. apríl 2016 07:00 Sigmundur fékk þvert nei við erindi sínu á fundi á Bessastöðum. vísir/Anton Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Það var í anda dagsins þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt sérstakan blaðamannafund um kvöldmatarleytið í gær til að bera af sér fullyrðingar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um að hann hafi logið að fjölmiðlum um erindi hans á fundi þeirra á Bessastöðum nokkrum tímum fyrr. Það var lokahnykkur atburðarásar sem viðmælendur Fréttablaðsins lýsa sem leikhúsi fáránleikans. Eftir fjölmennustu mótmæli íslenskrar sögu á Austurvelli á mánudag, þar sem afsögn Sigmundar Davíðs var krafist eftir hneykslismál hans og að ríkisstjórn hans skilaði umboði sínu, kom engum á óvart að atburðarásin yrði áfram söguleg.Þeir Sigmundur Davíð og Bjarni, oddvitar ríkisstjórnarinnar, funduðu í morgunsárið, um leið og Bjarni hafði losað sig við ferðatöskuna, en hann kom fyrst til landsins í gærmorgun eftir frí erlendis. Fátt fréttist framan af degi um samtal þeirra, nokkuð sem Bjarni skýrði síðla dags. Þar sagði hann forsætisráðherra að ekki yrði haldið áfram án breytinga, sem engum duldist sem á hlýddu að þýddi að hann hafði sagt Sigmundi að hann yrði að víkja. Svar Sigmundar birtist landsmönnum á Facebook-síðu hans þar sem hann þakkaði fjármálaráðherra fyrir góðan fund en birti hótun sem varð ekki misskilin um að ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins styddi hann ekki sem forsætisráðherra þá myndi hann sjá til þess að þing yrði rofið og boðað yrði til kosninga. Að því sögðu bað hann um að fundi með Ólafi Ragnari yrði flýtt, en hann var ekki á dagskrá fyrr en einum og hálfum tíma síðar – eða klukkan eitt. Erindi fundarins lýsti Ólafur Ragnar á fundi með blaðamönnum – Sigmundur Davíð kom til að fá vilyrði fyrir því að rjúfa þing strax – eða síðar eftir hentugleikum hans. Því hafnaði Ólafur Ragnar, og með það svar hvarf Sigmundur á fund þingflokks síns sem hafði hafið fund í Alþingishúsinu án hans. Síðar kom í ljós að hann gerði það að tillögu sinni að víkja fyrir varaformanni sínum í stóli forsætisráðherra – en halda þingsæti sínu og leiða Framsóknarflokkinn áfram. Það var samþykkt af þingflokknum. Þetta kynnti Sigurður Ingi landsmönnum en Sigmundur Davíð hvarf á brott án þess að tala við fjölmiðla. Ólafur Ragnar sagði í hnotskurn eftir fundinn með Sigmundi að án vitneskju samstarfsflokks hans og þingflokks hefði aldrei komið til greina að samþykkja erindi forsætisráðherra – þingrof. Nokkuð sem Sigmundur Davíð sagði forsetann hafa logið um, eins og fyrr segir. Í beinni útsendingu lýstu stjórnsýslu- og sagnfræðingar því að hér væri brotið blað í stjórnmálasögu Íslands – neitun af þessu tagi væri fordæmalaus – eins og dagurinn allur. Á meðan á þessu stóð var hálfgert upplausnarástand í Alþingishúsinu þar sem formenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu undrun – og jafnvel viðbjóði – á atburðarásinni. Þingmenn stjórnarflokkanna tjáðu sig ekki lengi dags, með þeirri undantekningu að framsóknarmenn lýstu óánægju með að Sigmundur Davíð ráðfærði sig ekki við þingflokk sinn áður en hann hélt til Bessastaða – var ljóst að forsætisráðherra var með öllu einangraður í baráttunni fyrir að halda forsætisráðherrastólnum. Seinnipart dags fundaði Bjarni Benediktsson með þingflokki sínum í Valhöll og hélt rakleiðis til Bessastaða að honum loknum. Þar var sú hugmynd kynnt og rædd að samstarf stjórnarflokkanna yrði endurnýjað með Sigurð Inga í forsæti. Á meðan þessi atburðarás var rakin í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna hélt stór hópur fólks gangandi upp að Valhöll, og reiði fólksins duldist engum. Virðist það vera upptaktur næstu daga enda ljóst að mörgum þykir erfitt að kyngja niðurstöðu stjórnarherranna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira