Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 5. apríl 2016 13:54 Júlíus Vífill er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur. Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Júlíus Vífill Ingvarsson hefur sagt af sér sem borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Þetta gerði hann við upphaf borgarstjórnarfundar í dag. Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan. Júlíus svaraði erindi um eign hans í Panama. Hann útskýrði að um lífeyrissjóð væri að ræða en ekki félag sem gæti átt í viðskiptum. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. „Lífeyrissjóðum af þessu tagi er beinlínis meinað að standa í viðskiptum eða fjárfestingum. Skuldsetning er óheimil og veðsetning líka.“Allt í samræmi við sjóðinn erlendis í samræmi við lög Júlíus benti á að fjölmargir Íslendingar eigi í erlendum lífeyrissjóðum og í þúsundum félaga erlendis. Hann kannaðist ekki við að gefin hafi verið út hlutabréf í sjóði hans eins og sagt var í Kastljóss þættinum á sunnudagskvöld. Júlíus tók sem dæmi að hann hafi verið stjórnarmaður í Íslensku óperunni um tíma en að hann hafi aldrei átt hlut í henni – enda sjálfseignarstofnun. „Það á sig sjálft,“ sagði Júlíus. „Ég ítreka að allt sem ég sagði að við kemur þessum sjóði er í samræmi við íslensk lög og reglur,“ sagði Júlíus. Hann gagnrýndi hagsmunaskrá borgarinnar og sagði að augljóst væri að hana þyrfti að bæta þannig að hlutirnir liggi ljósir fyrir.Sjá nánar: Sveinbjörg Birna fer í frí ef yfirferð um hagsmunaskráningu verður ekki lokið í júníS. Björn Blöndal þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hyggst ekki taka sæti í borgarstjórn fyrr en málið hefur verið rannsakað.Vísir„Auðvitað er nauðsynlegt að útskýra þetta nánar og við þetta mætti bæta fasteignir sem eru erlendis og borgarfulltrúar eiga, bankareikninga og margt fleira.“ Júlíus Vífill vísaði í svör þeirra ráðherra sem tengdir hafa verið við aflandsfélög í umræðum undanfarinna daga þegar þeir eru spurðir um það hvort þeir hafi íhugað að segja af sér. „Svar þeirra er á einn veg og mjög afgerandi. Mitt svar er að ég hef oft íhugað að hætta í borgarstjórn og segja mig frá mínu starfi í borgarstjórn.“ Júlíus var borgarfulltrúi þegar Sjálfstæðismenn voru í meirihluta og minnist hans þess tíma með hlýhug. „Mikil vinna en spennandi, gefandi og þreytti mann ekki.“Júlíusi þakkað fyrir vel unnin störf Dagur B. Eggertsson sagði þetta merkilegt skref. Sóley Tómasdóttir þakkaði Júlíusi fyrir vel unnin störf. Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, þakkaði Júlíusi fyrir samvinnuna á Twitter í dag.Ég vil þakka Júlíusi fyrir samstarfið. Þó við vorum ekki alltaf sammála var hann dugnaðar pólitíkus og sinnti sjálfstæðisstefnunni ötullega.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) April 5, 2016 „Ég er ekkert viss um að lagalega séð eða út frá neinum reglum sem við viljum miða við hefði Júlíus Vífill þurft að segja af sér. En hann ákvað að gera það og ákvað að hreinsa andrúmsloftið og það er stórmannlegt af honum,“ sagði Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Á fundinum átti að ræða tillögu forsætisnefndar um að skoðað yrði hvort borgarfulltrúarnir Júlíus Vífill Ingvarsson og Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir hefðu farið á svig við lög með því að eiga félög á þekktum aflandseyjum. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir er nefnd í skjölum sem fram komu í Panama-lekanum. Hún tengist tveimur aflandsfélögum, annað er skráð á Tortóla og hitt á Panama. Félagið á Panama ber nafnið Ice 1 Corp, það er í eigu einkahlutafélagsins P-10 ehf. þar sem Sveinbjörg er skráður stjórnarformaður. „Samkvæmt nýjasta ársreikningi P-10 ehf. á félagið íbúðir í byggingu í Panama að verðmæti 177.625.050 króna.” Þetta segir á vefsíðu Reykjavík media. Sveinbjörg segist hafa talið að búið væri að slíta félaginu. Hún er borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Júlíus Vífill Ingvarsson stofnaði lífeyrissjóð í Panama árið 2014. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á föstudag kemur fram að hann hafi hugsað sjóðinn í eftirlaunatilgangi. Júlíus Vífill er varamaður í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar. Hann er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Júlíus mætir á fundinn í dag og stendur fyrir svörum. Hins vegar er Sveinbjörg Birna í fæðingarorlofi. Hér fyrir neðan má sjá útsendingu sem streymt er af vef Reykjavíkur.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59 Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ríkisskattstjóri vill upplýsingar um Íslendingana "Við viljum gjarnan fá að sjá þessi gögn með það fyrir augum að kanna hvort þessir aðilar hafi gert grein fyrir þessum gögnum á skattframtali sínu,“ segir Skúli Eggert Þórðarson. 4. apríl 2016 14:59
Kanna hvort Júlíus og Sveinbjörg hafi brotið lög Forseti borgarstjórnar segir mikilvægt að enginn vafi leiki á hæfi kjörinna fulltrúa. 5. apríl 2016 11:27