Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Skilti á húsnæði lögmannsstofunnar Mossack Fonseca í Panama. Nordicphotos/AFP Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagiðNöfn margra þjóðhöfðingja og vandamanna þeirra má finna í Panama-skjölunum, skjölum um starfsemi panamaísku lögmansstofunnar Mossack Fonseca. Mál þeirra hafa því vakið mikla athygli í alþjóðasamfélaginu og hafa stærstu fjölmiðlar heims gert málum þeirra góð skil. Fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur einna helst verið fjallað um Petró Porosjenkó, forseta Úkraínu og Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Báðir neita þeir að hafa gert nokkuð rangt. Uppljóstruninni hefur verið fagnað víða um heim og hún sögð nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari skot undan skatti. Til að mynda af François Hollande, Frakklandsforseta, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.Ásaka útlendinga um PútínfælniFjölmiðlar á borð við BBC og Guardian hafa sagt frá meintu peningaþvætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín er sagður hafa fengið æskuvini sína, Sergei Roldugin og Yury Kovalchuk, til að þvo fyrir sig allt að tvo milljarða bandaríkjadala með aðstoð Rússlandsbanka. Kovalchuk er bankastjóri bankans. Það áttu þeir að hafa gert með aðstoð Mossack Fonseca. Dmitry Peskov, talsmaður forsetaembættisins, segir ásakanirnar tilhæfulausar. „Við bjuggumst við einhverju bitastæðu frá blaðamannasamfélaginu. Það er ekki margt nýtt í þessum skjölum,“sagði Peskov í yfirlýsingu. Hann varpaði hins vegar sökinni yfir á Bandaríkjamenn og sagði að nöfn margra fyrrum starfsmanna leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, væri að finna í skjölunum. Peskov sagði alþjóðasamfélagið haldið Pútínfælni. „Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ Stærstu fjölmiðlar Rússlands hafa ekki gefið málinu mikla vigt. Fréttastofa RT, sem er í ríkiseigu, segir almenning í Rússlandi ósáttan við fréttaflutning BBC af máli Pútíns og vitnar í Facebookfærslu rússnesks borgara: „Joseph Göbbels skrifaði óháðari fréttir en þetta.“Súkkulaðið flutt í stríðiPetró Porosjenkó, forseti Úkraínu, færði eignarhaldsfélag sælgætisverksmiðju sinnar, Roshen, til Bresku jómfrúaeyja þann 21. ágúst árið 2014. Á þeim tíma var mikill hiti í átökum Úkraínuhers við rússneska aðskilnaðarsinna og höfðu þúsund manns látið lífið í orrustu aðeins degi fyrr. Úkraínskir þingmenn þjörmuðu að forsetanum í gær og kölluðu eftir óháðri rannsókn. Porosjenkó neitar hins vegar að hafa svikið undan skatti og segist vera fyrsti úkraínski þjóðhöfðinginn til að taka slík mál alvarlega. „Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“Allir neita sökFjölmargir aðrir hafa komið við sögu. Ian Cameron, faðir David Cameron, forsætisráðherra Breta, er sagður hafa svikið undan skatti með aflandsfélagi á Bahama-eyjum. Talsmaður forsætisráðherrans sagði málið hins vegar einkamál þegar BBC innti hana eftir svörum. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hefur einnig verið sagður eiga aflandsfélag. Upplýsingaráðherra ríkisstjórnar hans segir ekkert rangt við það. „Allir eiga rétt á að gera það sem þeir vilja við eignir sínar. Hvort sem það er að henda þeim í sjóinn, selja þær eða setja upp sjóð. Þetta er hvorki brot á pakistönskum lögum né alþjóðalögum“. Þá sagði talsmaður forseta Aserbaídsjan, Ilam Aliyev, að aflandsfélög barna forsetans væru lögleg. „Börn forsetans eru fullorðnir ríkisborgarar. Þau mega reka sín eigin fyrirtæki. Þetta er ekki ólöglegt.“ Einnig hafa níu háttsettir meðlimir Kommúnistaflokks Kína verið bendlaðir við eigu aflandsfélaga, meðal annars forsetinn, Xi Jinping. Stærstu fjölmiðlar Kína, sem eru í ríkiseigu, hafa ekkert fjallað um skjölin.Skjölunum fagnaðFrançois Hollande Frakklandsforseti tók skjölunum fagnandi. „Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ Þá sagði hann skjölin frönsku samfélagi til framdráttar. „Þessar uppljóstranir eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur.“ Þá kallaði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir strangari löggjöf um skattaskjól innan Evrópusambandsins. „Við höfum náð meiri árangri undanfarin þrjú ár en síðustu þrjá áratugi til samans. Við getum nýtt okkur þennan meðbyr og vonað að strengri reglugerðir verði settar.“ Fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley, sagði í gær að þeir sem hafi ekki þáð boð ríkisstjórnarinnar í fyrra um friðhelgi gegn því að upplýsa um ólöglegar eignir erlendis muni borga dýrum dómi fyrir þá ákvörðun. Nöfn rúmlega 500 Indverja má finna í Panama-skjölunum.Viðbrögð„Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“- Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu.„Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ - Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta.„Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ - Francois Hollande, Frakklandsforseti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Bahamaeyjar Panama Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Panama-skjölin skekja alþjóðasamfélagiðNöfn margra þjóðhöfðingja og vandamanna þeirra má finna í Panama-skjölunum, skjölum um starfsemi panamaísku lögmansstofunnar Mossack Fonseca. Mál þeirra hafa því vakið mikla athygli í alþjóðasamfélaginu og hafa stærstu fjölmiðlar heims gert málum þeirra góð skil. Fyrir utan Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur einna helst verið fjallað um Petró Porosjenkó, forseta Úkraínu og Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Báðir neita þeir að hafa gert nokkuð rangt. Uppljóstruninni hefur verið fagnað víða um heim og hún sögð nauðsynleg til að koma í veg fyrir frekari skot undan skatti. Til að mynda af François Hollande, Frakklandsforseta, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.Ásaka útlendinga um PútínfælniFjölmiðlar á borð við BBC og Guardian hafa sagt frá meintu peningaþvætti Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Pútín er sagður hafa fengið æskuvini sína, Sergei Roldugin og Yury Kovalchuk, til að þvo fyrir sig allt að tvo milljarða bandaríkjadala með aðstoð Rússlandsbanka. Kovalchuk er bankastjóri bankans. Það áttu þeir að hafa gert með aðstoð Mossack Fonseca. Dmitry Peskov, talsmaður forsetaembættisins, segir ásakanirnar tilhæfulausar. „Við bjuggumst við einhverju bitastæðu frá blaðamannasamfélaginu. Það er ekki margt nýtt í þessum skjölum,“sagði Peskov í yfirlýsingu. Hann varpaði hins vegar sökinni yfir á Bandaríkjamenn og sagði að nöfn margra fyrrum starfsmanna leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, væri að finna í skjölunum. Peskov sagði alþjóðasamfélagið haldið Pútínfælni. „Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ Stærstu fjölmiðlar Rússlands hafa ekki gefið málinu mikla vigt. Fréttastofa RT, sem er í ríkiseigu, segir almenning í Rússlandi ósáttan við fréttaflutning BBC af máli Pútíns og vitnar í Facebookfærslu rússnesks borgara: „Joseph Göbbels skrifaði óháðari fréttir en þetta.“Súkkulaðið flutt í stríðiPetró Porosjenkó, forseti Úkraínu, færði eignarhaldsfélag sælgætisverksmiðju sinnar, Roshen, til Bresku jómfrúaeyja þann 21. ágúst árið 2014. Á þeim tíma var mikill hiti í átökum Úkraínuhers við rússneska aðskilnaðarsinna og höfðu þúsund manns látið lífið í orrustu aðeins degi fyrr. Úkraínskir þingmenn þjörmuðu að forsetanum í gær og kölluðu eftir óháðri rannsókn. Porosjenkó neitar hins vegar að hafa svikið undan skatti og segist vera fyrsti úkraínski þjóðhöfðinginn til að taka slík mál alvarlega. „Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“Allir neita sökFjölmargir aðrir hafa komið við sögu. Ian Cameron, faðir David Cameron, forsætisráðherra Breta, er sagður hafa svikið undan skatti með aflandsfélagi á Bahama-eyjum. Talsmaður forsætisráðherrans sagði málið hins vegar einkamál þegar BBC innti hana eftir svörum. Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, hefur einnig verið sagður eiga aflandsfélag. Upplýsingaráðherra ríkisstjórnar hans segir ekkert rangt við það. „Allir eiga rétt á að gera það sem þeir vilja við eignir sínar. Hvort sem það er að henda þeim í sjóinn, selja þær eða setja upp sjóð. Þetta er hvorki brot á pakistönskum lögum né alþjóðalögum“. Þá sagði talsmaður forseta Aserbaídsjan, Ilam Aliyev, að aflandsfélög barna forsetans væru lögleg. „Börn forsetans eru fullorðnir ríkisborgarar. Þau mega reka sín eigin fyrirtæki. Þetta er ekki ólöglegt.“ Einnig hafa níu háttsettir meðlimir Kommúnistaflokks Kína verið bendlaðir við eigu aflandsfélaga, meðal annars forsetinn, Xi Jinping. Stærstu fjölmiðlar Kína, sem eru í ríkiseigu, hafa ekkert fjallað um skjölin.Skjölunum fagnaðFrançois Hollande Frakklandsforseti tók skjölunum fagnandi. „Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ Þá sagði hann skjölin frönsku samfélagi til framdráttar. „Þessar uppljóstranir eru góðar fréttir því þær munu auka skatttekjur.“ Þá kallaði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir strangari löggjöf um skattaskjól innan Evrópusambandsins. „Við höfum náð meiri árangri undanfarin þrjú ár en síðustu þrjá áratugi til samans. Við getum nýtt okkur þennan meðbyr og vonað að strengri reglugerðir verði settar.“ Fjármálaráðherra Indlands, Arun Jaitley, sagði í gær að þeir sem hafi ekki þáð boð ríkisstjórnarinnar í fyrra um friðhelgi gegn því að upplýsa um ólöglegar eignir erlendis muni borga dýrum dómi fyrir þá ákvörðun. Nöfn rúmlega 500 Indverja má finna í Panama-skjölunum.Viðbrögð„Ég held að ég sé fyrsti þjóðhöfðingi Úkraínu sem tekur skráningu eigna, greiðslu skatta og hagsmunaskráningu alvarlega og geri það samkvæmt úkraínskum lögum og alþjóðalögum.“- Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu.„Þessi Pútínfælni erlendis hefur náð því stigi að það er orðið tabú að segja nokkuð gott um Rússlands, gjörðir þess eða afrek. Hins vegar er nauðsynlegt að tala illa um Rússland, mjög illa. Þegar ekkert illt er að segja er síðan nauðsynlegt að skálda það. Þetta sýnast okkur augljós sannindi.“ - Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta.„Ég get ábyrgst það að um leið og upplýsingar berast munum við rannsaka þær. Dómsmál verða höfðuð og réttarhöld haldin.“ - Francois Hollande, Frakklandsforseti.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Bahamaeyjar Panama Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira