ASÍ neitar tengslum við aflandsfélög og óskar upplýsinga úr Panama-skjölum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. apríl 2016 06:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði verkalýðsfélög hafa tengsl við aflandsfélög í viðtali við sænska sjónvarpið sem sýnt var í Kastljósi á sunnudaginn. Mynd/RÚV „Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl. Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira
„Við könnumst ekki við þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ um þá fullyrðingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í viðtali við fréttamann sænska ríkissjónvarpsins að verkalýðsfélög hafi tengsl við aflandsfélög.Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Fréttablaðið/VilhelmGylfi kveðst ekki hafa hugmynd um hvað forsætisráðherra hafi átt við með orðum sínum um verkalýðsfélögin sem birt voru í sérstökum Kastljósþætti um svokölluð Panama-skjöl sem stafa úr gagnaleka frá lögfræðifyrirtækinum Mossack Fonseca. „Reyndar hef ég óskað eftir því, ef það er tækifæri til þess að skoða þessi gögn, Panamaskjölin, hvort að slíkt sé. Það er mjög mikilvægt að fá það fram," segir Gylfi sem kveðst hafa sett þessa ósk fram við fyrirtækið Reykjavík Media sem hefur gögnin í sínum höndum og vann umfjöllunina sem flutt var í Kastljósi á sunnudag. Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Reykjavik Media, segir fjölmargar beiðnir um upplýsingar úr Panama-skjölunum hafa borist til Reykjavik Media. "Við höfum fengið gríðarlega mikið af fyrirspurnum hvort við getum flett upp hinu og þess en við bara getum ekki gert það, megum það ekki samkvæmt samkomulagi við ICIJ [Alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna] sem er með forræði yfir gögnunum," útskýrir Aðalsteinn. Fréttablaðið óskaði í gær eftir því við aðstoðarmenn forsætisráðherra og upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar að ráðherrann upplýsti um hvaða verkalýðsfélög hefðu tengsl við aflandsfélög og um hvaða verkalýðsfélög og aflandsfélög væri að ræða og hver tengslin séu. Svar barst ekki en af orðum Sigmundar í umræðum á Alþingi í gær mátti ráða að hann hafi í raun jafnvel átt við lífeyrissjóði þegar hann nefndi verkalýðsfélög.Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður.Gylfi vekur í þessu sambandi athygli á að þannig hátti til á Íslandi að stéttarfélög séu ekki skattlögð. „Hvaða erindi þau ættu með sína fjármuni í skjól hef ég ekki nægilega þróað hugmyndaflug til þess að láta mér detta í hug hvers vegna ætti að vera. Ég tel hins vegar mikilvægt að fá það fram ef það er,“ segir hann. Forseti ASÍ segist aðspurður ekki enn að minnsta kosti hafa rætt fyrrnefnda fullyrðingu forsætisráðherra við fulltrúa annarra verkalýðsfélaga og - samtaka. Hins vegar hafi hann rætt þetta við tvo aðra forseta ASÍ og þeir kannist ekki við þá mynd sem Sigmundur hafi dregið upp. „Forsætisráðherra sagði þetta. Hvað hann hefur fyrir sér í því veit ég ekki. Það sem mér dettur helst í hug er að ástæðan til að nefna þetta sé bara að sleppa héra," segir Gylfi og á þá við að forsætisráðherra hafi þá verið að afvegleiða umræðuna. „En gott og vel, hann verður að standa fyrir þessu.“ Aðalsteinn kveðst ekki geta svarað því hvort Reykjavik Media hafi rekist á einhver íslensk verkalýðsfélög í Panama-skjölunum. „Ég get ekki sagt það, því miður, að minnsta kosti ekki á þessum tímapunkti.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Sjá meira