Nýjar ásakanir um kynferðislegt ofbeldi friðargæsluliða SÞ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 2. apríl 2016 07:00 Svíinn Anders Kompass, yfirmaður hjá SÞ, var rekinn þegar hann greindi frá ofbeldinu en fékk síðar uppreist æru. NORDICPHOTOS/AFP Nær hundrað stúlkur hafa greint Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) frá því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mið-Afríkulýðveldinu hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Þrjár þeirra eru sagðar hafa verið þvingaðar til maka með hundi. Mannréttindasamtökin Aids-Free World segja að umfang ofbeldisins geti verið miklu meira, að því er greint er frá á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríkulýðveldinu hafa lengi verið grunaðir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart íbúum landsins. Sænskur yfirmaður hjá SÞ, Anders Kompass, var rekinn úr starfi þegar hann greindi frá niðurstöðum skýrslu sinnar um ofbeldi gagnvart börnum á aldrinum átta til 15 ára fyrir tveimur árum. Börnin fengu meðal annars loforð um matargjafir í skiptum fyrir kynlíf. Upplýsingarnar sem komið hafa fram núna eiga að hluta til við sama tímabil. Við rannsókn sína 2014 komst Kompass að því að flestir friðargæsluliðarnir sem sakaðir voru um kynferðislegt ofbeldi væru frá Frakklandi. Hann hafði samband við franska stjórnarerindreka sem báðu um skýrsluna. Mál 14 friðargæsluliða eru enn í rannsókn í Frakklandi. Kompass var rekinn vegna þess að hann hafði afhent utanaðkomandi upplýsingar. Rökin voru þau að þær gætu skaðað fórnarlömbin. Dómstóll SÞ úrskurðaði í maí í fyrra að rangt hefði verið að reka Kompass. Í janúar síðastliðnum var tilkynnt að hann hefði fengið uppreist æru. Greint er frá því á vef Dagens Nyheter að efnt hafi verið til neyðarfundar meðal yfirmanna hjá SÞ síðastliðinn þriðjudag vegna nýju upplýsinganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Nær hundrað stúlkur hafa greint Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) frá því að friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í Mið-Afríkulýðveldinu hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Þrjár þeirra eru sagðar hafa verið þvingaðar til maka með hundi. Mannréttindasamtökin Aids-Free World segja að umfang ofbeldisins geti verið miklu meira, að því er greint er frá á vef sænska blaðsins Dagens Nyheter. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Mið-Afríkulýðveldinu hafa lengi verið grunaðir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart íbúum landsins. Sænskur yfirmaður hjá SÞ, Anders Kompass, var rekinn úr starfi þegar hann greindi frá niðurstöðum skýrslu sinnar um ofbeldi gagnvart börnum á aldrinum átta til 15 ára fyrir tveimur árum. Börnin fengu meðal annars loforð um matargjafir í skiptum fyrir kynlíf. Upplýsingarnar sem komið hafa fram núna eiga að hluta til við sama tímabil. Við rannsókn sína 2014 komst Kompass að því að flestir friðargæsluliðarnir sem sakaðir voru um kynferðislegt ofbeldi væru frá Frakklandi. Hann hafði samband við franska stjórnarerindreka sem báðu um skýrsluna. Mál 14 friðargæsluliða eru enn í rannsókn í Frakklandi. Kompass var rekinn vegna þess að hann hafði afhent utanaðkomandi upplýsingar. Rökin voru þau að þær gætu skaðað fórnarlömbin. Dómstóll SÞ úrskurðaði í maí í fyrra að rangt hefði verið að reka Kompass. Í janúar síðastliðnum var tilkynnt að hann hefði fengið uppreist æru. Greint er frá því á vef Dagens Nyheter að efnt hafi verið til neyðarfundar meðal yfirmanna hjá SÞ síðastliðinn þriðjudag vegna nýju upplýsinganna. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Mið-Afríkulýðveldið Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira