Fyrir framan annað fólk í dreifingu um allan heim Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2016 16:42 Kvikmyndin er rómantísk gamanmynd. Truenorth hefur selt dreifingarréttinn að kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk til fyrirtækis í Þýskalandi að nafni Media Luna. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu evrópskra kvikmynda um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Truenorth. Þar segir að aðstandendur myndarinnar séu í skýjunum yfir sölunni. „Við frumsýndum myndina á Gautaborgarhátíðinni og í Berlín. Strax eftir þær sýningar var kominn mikill áhugi fyrir myndinni og nokkur sölufyrirtæki höfðu áhuga á heimsréttinum. Á endanum ákváðum við að vinna með Media Luna,” segir Kristinn Þórðarson, einn af framleiðendum myndarinnar í tilkynningu.Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth.Samkeppni um kvikmyndina Kvikmyndin verður kynnt á Cannes kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í vor, 11 - 22. maí næstkomandi. Sala á myndinni fer í gang á hátíðinni. Aðstandendur segja að í kjölfarið verði myndinni dreift í kvikmyndahús, sjónvarp og myndbandaleigur um allan heim. Í tilkynningu True North er vitnað í Idu Martins, eiganda og stofnanda Media Luna: „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið kvikmyndina til okkar enda var mikil samkeppni,” segir Martins. „Fyrir framan annað fólk kom virkilega á óvart þegar við sáum hana í Berlín. Hún er bæði fyndin og einlæg, leikararnir eru frábærir og sagan gæti gerst hvar sem er í heiminum. Það er einmitt þess vegna teljum við að myndinni eigi eftir að vegna vel utan Íslands," segir Ida Martins ennfremur. Media Luna var stofnað fyrir 25 árum af Idu Martins og er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur að sér sölu á íslenskri kvikmynd. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Truenorth hefur selt dreifingarréttinn að kvikmyndinni Fyrir framan annað fólk til fyrirtækis í Þýskalandi að nafni Media Luna. Fyrirtækið sérhæfir sig í dreifingu evrópskra kvikmynda um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Truenorth. Þar segir að aðstandendur myndarinnar séu í skýjunum yfir sölunni. „Við frumsýndum myndina á Gautaborgarhátíðinni og í Berlín. Strax eftir þær sýningar var kominn mikill áhugi fyrir myndinni og nokkur sölufyrirtæki höfðu áhuga á heimsréttinum. Á endanum ákváðum við að vinna með Media Luna,” segir Kristinn Þórðarson, einn af framleiðendum myndarinnar í tilkynningu.Kristinn Þórðarson, framleiðandi hjá Truenorth.Samkeppni um kvikmyndina Kvikmyndin verður kynnt á Cannes kvikmyndahátíðinni sem haldin verður í vor, 11 - 22. maí næstkomandi. Sala á myndinni fer í gang á hátíðinni. Aðstandendur segja að í kjölfarið verði myndinni dreift í kvikmyndahús, sjónvarp og myndbandaleigur um allan heim. Í tilkynningu True North er vitnað í Idu Martins, eiganda og stofnanda Media Luna: „Við erum mjög ánægð með að hafa fengið kvikmyndina til okkar enda var mikil samkeppni,” segir Martins. „Fyrir framan annað fólk kom virkilega á óvart þegar við sáum hana í Berlín. Hún er bæði fyndin og einlæg, leikararnir eru frábærir og sagan gæti gerst hvar sem er í heiminum. Það er einmitt þess vegna teljum við að myndinni eigi eftir að vegna vel utan Íslands," segir Ida Martins ennfremur. Media Luna var stofnað fyrir 25 árum af Idu Martins og er þetta í fyrsta skipti sem fyrirtækið tekur að sér sölu á íslenskri kvikmynd.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14 Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07 Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Rómantísk gamanmynd frumsýnd í Háskólabíói Fyrir framan annað fólk er nýjasta mynd Óskars Jónassonar. 22. febrúar 2016 22:14
Hilmir Snær skráði sig á Tinder til að auglýsa myndina Eflaust ráku einhverjir upp stór augu þegar Hilmir Snær Guðnason leikari birtist skyndilega á stefnumótaforritinu Tinder. 10. mars 2016 14:07
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein