Forstjóri Útlendingastofnunar: „Við höfum enga heimild til þess að láta tilfinningar ráða“ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 1. apríl 2016 06:00 Þetta snertir okkur að sjálfsögðu. Ég hef stundum upplifað að fólk haldi að við séum vélar, við erum það ekki, við erum fólk. Rætin umfjöllun hefur djúp áhrif á okkur,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Stofnunin hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka ómannúðlegar ákvarðanir í málum hælisleitenda og flóttafólks. Kristín er ósammála gagnrýninni og segir það taka á starfsfólkið að sitja undir slíku. Því hafi verið hótað og jafnvel veist að því. „Því miður er það svo að það koma hótanir. Við höfum ákveðið verklag hjá okkur, bæði til að gæta okkar og viðskiptavina okkar,“ segir hún. Það hefur verið veist að starfsmönnum.Starfsmenn hafa þurft áfallahjálp „Tilvikið sem ég man eftir var frekar óhugnanlegt. Það var fyrir utan heimili starfsmanns. Það hefur verið veist að starfsmönnum fyrir utan heimili þeirra. Í báðum tilfellum var um Íslendinga að ræða. Útlendingar, hælisleitendur og flóttamenn eru friðsamt fólk upp til hópa. Mér hefur þótt það vera landinn sem hefur tapað sér í orðum og gjörðum.“ Kristín segir góðan anda ríkja þrátt fyrir gagnrýni og úlfúð gagnvart stofnuninni. „Við erum samrýnd og þetta þéttir okkur. Ég læt engan hanga ef það kemur eitthvað upp á sem er særandi. Þegar það er umræða sem beinist að einstökum stafsmönnum þá komum við saman og ræðum málin. Við höfum líka kallað til sérfræðinga, við höfum þurft að fá áfallahjálp. Við reynum að svara fyrir okkur þegar við getum. Fólk kemur fram með ýmislegt sem er misjafnlega rétt og við getum ekki svarað því,“ segir hún. „Ég hef líka haft samband við ákveðna einstaklinga og beðið þá um að hafa hemil á sér.“ Hún segir að í þeim tilvikum hafi viðkomandi heimfært niðurstöður stofnunarinnar á ákveðna starfsmenn. „Það þykir mér mjög óviðeigandi. Vilji fólk vera með gagnrýni þá er auðvitað æskilegast að hún sé uppbyggileg og beinist að stofnuninni en ekki starfsmönnum.“ Í umræðunni hefur því verið fleygt að ákvarðanir stofnunarinnar virðist oft stýrast af því hvort fjallað sé um málin í fjölmiðlum eða farið sé af stað með undirskriftasafnanir. Hún segir það ekki vera rétt. „Þegar kemur að þeim sem sækja um vernd þá er heill kafli sem er tileinkaður aðstæðum sem þar geta fallið undir. Við beitum þeim ákvæðum sem þar eru. Ég held það sé víðtækur misskilningur að það er ekki það sama að vera flóttamaður og efnahagslegur hælisleitandi í leit að betra lífi. Það er alveg skýrt í okkar löggjöf að ef þú átt hvorki til hnífs né skeiðar þá færð þú ekki vernd sem flóttamaður. Í rauninni hafa þau dæmi sem hafa komið upp og farið hátt í fjölmiðlum einmitt snúið að þessu, fólk er ekki að flýja ógnarstjórnir eða ofsóknir og áreiti heldur vill það sækja sér betra líf. Við höfum enga heimild til þess að láta tilfinningar ráða í okkar niðurstöðum. Ef það væri svo að við hlypum til af því að fólk er sympatískt þá erum við komin á það svæði sem í fræðunum heitir valdníðsla. Þá erum við farin að vega og meta fólk á allt öðrum forsendum en lög setja okkur fyrirmæli um.“ Á síðasta ári sendi Útlendingastofnun barn úr landi sem var ekki hugað líf vegna ástands heilbrigðiskerfis Albaníu. Í huga margra var það kornið sem fyllti mælinn. Fólk virðist ekki taka undir þessa hörðu útlendingastefnu sem hefur verið uppi. Hvað finnst þér sjálfri? „Stefna útlendingalaga er ekkert hörð. Það er innbyggt í okkar lagaákvæði að fólk sem sækir um vernd á grundvelli heilbrigðisástæðna fær ekki stöðu flóttamanns. Það getur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera til staðar. Að heilbrigðisþjónusta í heimalandi sé ekki til staðar er eitt af þeim. Á heimasíðu Útlendingastofnunar var sett skjal þar sem kemur fram að heilbrigðisþjónustan er til staðar. Þetta er mikið tilfinningamál. Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að afgreiða einn einstakling, heldur alla. Ef við förum á svig við lögin í einu máli, þá eigum við að gæta jafnræðis og fara á svig í öllum málum.“Mættu lögin þá vera mannúðlegri? „Ef það er vilji þjóðar að á Ísland verði opið heilbrigðiskerfi fyrir alla Evrópu eða alla þriðja ríkis borgara, þá er það ákvörðun sem þarf að taka á Alþingi. Við erum aldrei að ræða um eitt mál. Að sjálfsögðu veitum við fólki leyfi ef það á rétt á því. Það er ekki vilji okkar eða einbeitt stefna að vera vond.“Erfitt að neita fólki um betra lífEr ekki erfitt að neita fólki um að skapa sér betra líf?„Jú, það er alltaf erfitt. Þegar það eru börn og fjölskyldur þá er þetta enn viðkvæmara. En þetta er það hlutverk sem við höfum. “Hvers vegna erum við að vísa fjölskyldum í burtu sem vilja vinna þegar við erum að flytja inn verkafólk til vinnu? „Við stýrum ekkert hverjir fara inn á vinnumarkaðinn. Landið er opið ef þú ert sérfræðingur og fyrirtæki þarf sérfræðing. Það er frekar auðsótt mál að fá slíkt leyfi. Skortur á almennu vinnuafli – þar er á brattann að sækja. Það er velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar að marka stefnu. Þeir sem koma í hælisleit til Íslands að ákveðnum skilyrðum uppfylltum geta fengið bráðabirgðaleyfi og þá atvinnuleyfi. Hins vegar er það alveg rétt að fái þeir synjun á öllum stigum og ber að fara heim þá fá þeir ekki að halda áfram í þeirri vinnu án þess að fara úr landi. Þá byrja hinar hefðbundnu reglur á Íslandi að gilda.“Smíðaði geimfar Kristín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og tók eftir það óvanalega stefnu í námi. Hún ákvað að fara út og læra flug- og geimrétt við McGill University í Quebec í Kanada árið 1994 og lauk þaðan gráðu. „Þetta var skemmtilegur tími þegar ég lagði land undir fót og var þarna í tvö ár og lærði allt um geiminn. Ég átti ekki von á að komast inn, þeim þótti merkilegt að þarna væri kona frá Íslandi og það hjálpaði mér.“ Kristín hélt áfram að bæta við þekkingu sína á geimnum og fór í alþjóðlegan geimháskóla þar sem stór hópur vísindamanna vann saman að því verkefni að smíða geimfar. „Þetta var sumarnám og var stórkostlegur tími. Þarna var fólk alls staðar að úr heiminum með ólíkan bakgrunn. Okkar hlutverk þetta sumar var að smíða geimfar.“ Þegar Kristín kom heim úr námi starfaði hún fyrst hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Hún hefur einnig starfað hjá Ríkislögreglustjóra og árið 2006 var hún ráðin sýslumaður á Hólmavík. Ári seinna varð hún sýslumaður á Ísafirði og lögreglustjóri Vestfjarða. Hún segist hafa lært mikið af dvölinni fyrir vestan. „Ef ég hefði ekki farið vestur þá hefði ég ekki verið í stakk búin að taka við Útlendingastofnun. Það tekur til dæmis á að sinna almannavarnamálum. Það er ákveðið ástand sem skapast frá september til júní fyrir vestan. Það voru oft heilu andvökunæturnar þegar það var slæmt veður. Starf lögreglustjóra á Vestfjörðum er mjög vanmetið hvað þetta varðar.“ Málafjöldi hjá Útlendingastofnun hefur aukist hratt. Hvaða mistökum hefur stofnunin lært af síðasta árið?„Við afgreiðum ekkert öll mál rétt, þó að það sé í flestum tilvikum. Til þess er kæruleiðin. Ef fólk er ekki sammála niðurstöðu kærunefndar, þá er dómstólaleiðin. Svo er það umboðsmaður Alþingis. Hann er virkur,“ segir Kristín og vísar í það að umboðsmaður skoðar nú málsmeðferð albanskrar fjölskyldu með veikt barn. „Það er eðlilegt og rétt.“ Það sem Kristínu finnst mestur lærdómur felast í var mál sem kom upp í fyrra og sneri að grun um málamyndahjónaband. Starfsmenn Landspítalans tilkynntu grun sinn til Útlendingastofnunar sem tilkynnti það áleiðis til lögreglu. Grunurinn reyndist ekki réttur. Útlendingastofnun braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Þetta var skýrt dæmi um að reglurnar eru ekki til staðar. Mansal er mjög leynt og þeir sem fyrst og fremst gætu orðið varir við mansal eru ekki Útlendingastofnun eða lögreglan, það er félagslega kerfið. Það verður að vera löggjöf hér til staðar sem heimilar þessum aðilum að tala saman. Að sjálfsögðu á að vera eitthvert regluverk. Svo kom líka í ljós í þessu máli að jafnvel sú upplýsingaöflun sem við sendum áfram til lögreglu var óheimil samkvæmt persónuvernd. Þá klóraði ég mér örlítið í hausnum og hugsaði, þetta eru stofnanirnar sem eiga að vinna saman gegn mansali, og ég tek það fram að það var ekki mansal í þessu máli. En skýr lærdómur að lögin okkar og reglurnar eru ekki þess eðlis að við getum tekið á mansali með dugandi hætti.“Vantar húsnæði Flóttamönnum hefur fjölgað mikið og það liggur fyrir að umsóknum um hæli muni fjölga mikið hérlendis. Hverjar eru helstu áskoranir Útlendingastofnunar á næstu mánuðum? „Það eru mörg áskorunarefni en í mínum huga eru húsnæðismál fyrir þá sem eru að sækja um vernd brýnust. Við erum í vandræðum þar. Ég vona að það verði ekki þannig að við fáum hvergi inni fyrir okkar skjólstæðinga.“ Starfsmönnum hefur fjölgað hjá Útlendingastofnun og með því hefur tekist að stytta málsmeðferðartíma. „Við höfum fengið mikla krítík á málsmeðferðartíma hjá okkur sem átti fullkomlega rétt á sér og ég tók undir það. Það var vegna manneklu, við réðum ekki við málafjöldann. Við náðum niður málsmeðferðinni í sept.-okt. 2014, fórum að ná að afgreiða mál á 90 dögum. Okkur hefur tekist allt árið 2015 að halda þessum málsmeðferðarhraða.“ Hjá Útlendingastofnun eru þrjár tegundir málsmeðferða. Dyflinnarreglugerðin, hefðbundin efnismeðferð sem er 90 dagar og sérstök flýtimeðferð sem tekur innan við tíu daga. „Við erum búin að afgreiða eitthvað í kringum 30 mál á tæpum 6-7 vikum,“ segir Kristín. Einnig hefur verklagi verið breytt. Fyrsta skýrslutaka er ekki lengur hjá lögreglu heldur í Útlendingastofnun.Eruð þið þá að færast í mannúðlegri átt? „Það er ekki spurning. Fólk sem hefur orðið fyrir ofsóknum og áreiti í sínu heimaríki, hvort sem er af hálfu hópa eða ríkisins, óttast oft yfirvöld. Með því að hafa fyrsta viðtal við starfsmann á gólfi sem klæðist fötum eins og ég og þú þá er það mín upplifun og von að fólk upplifi það með öðrum hætti heldur en ef lögregla tæki viðtölin.“ Hælisleitendum hefur fjölgað mikið. „Frá áramótum hafa komið rúmlega 130 manns. Þetta eru þrír einstaklingar á hverjum tveimur dögum. Ef við notum bara venjulega reiknireglu þá munum við, ef þróunin verður eins og hún er, fá yfir 530 umsækjendur í ár. Ég held hins vegar að það sé algjör vanáætlun. Mínar spár eru þær að við fáum á bilinu 600-1.000 einstaklinga.“ Til þess að anna þessu hefur starfsmönnum verið fjölgað hjá embættinu. „Stjórnvöld eru mjög meðvituð um aðstæður og það er auðveldara að fá fjármagn í málaflokkinn en áður. Þessi mál eru í brennidepli í Evrópu og hér líka. Það er enginn að sjá málaflokkinn fara. Að sjálfsögðu óska ég þess að hægt væri að henda flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öllum ákvæðum um vernd af því að þau væru óþörf. Því miður eru aðstæður í heiminum þannig að maður sér ekki alveg fyrir endann á því hvernig þetta fer.“ Kristín segir misskilning ríkja um fjölda dvalarleyfa sem eru veitt hér á landi. „Það voru rúmlega 3.700 sem sóttu um dvalarleyfi í fyrra. Við afgreiddum rúmlega 3.400 leyfi. Það er misskilningur í samfélaginu að við hleypum engum inn í landið og stöndum alltaf á bremsunni. Bara tölur í dvalarleyfisflokknum eru í algjörri andstöðu við þessar fullyrðingar fólks. Við veitum 95-98% umsóttra leyfa.“ Hún segir stærstu synjunarástæðuna vera þá að fólk skili ekki gögnum.Hefur íhugað að hætta Til stendur að leggja fram frumvarp á Alþingi að nýjum útlendingalögum. Kristín segir það til bóta. „Ég er fullmeðvituð um mismunandi skoðanir fólks á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það verður gagnrýni úr báðum áttum. Einhverjir munu segja að frumvarpið gangi allt of skammt og aðrir að það gangi of langt. Ég reyni að ganga hinn gullna meðalveg þegar kemur að öllu. Það eru að mínu mati engar forsendur til þess að Ísland opni landamæri sín að umheiminum. Það þarf að vera samhent átak fleiri ríkja til þess. Það gætu orðið miklar afleiðingar ef við færum af stað. Vonandi verður heimurinn fyrr en síðar þannig að það verði engin landamæri. Miðað við ástandið í dag sé ég það ekki gerast á minni ævi en það væri óskandi,“ segir hún og tekur fram að hún sé mikil áhugamanneskja um Star Trek. „Það er skemmtileg hugmyndafræði hjá þeim. Einn heimur og ein þjóð með öllum þjóðarbrotum.“ Kristín hefur verið forstjóri Útlendingastofnunar frá 2010. Hún viðurkennir að í mesta stormviðrinu hafi hún íhugað að hætta. „Þetta er mjög erfitt á stundum og verst finnst mér að takast á við það þegar starfsmenn lenda í tannhjólinu. Það er erfitt að eiga bæði við fjölmiðlafárið og sjá hversu illa starfsfólki líður. Í mínum huga er umræðan ekki rétt. Hún er persónugerð. Við erum lýðræðisríki, það er sannarlega tjáningarfrelsi á Íslandi en fólk þarf að vera málefnalegt.“ Hún segir Útlendingastofnun vilja starfa gegnsætt. Hún hafi í þeim tilgangi leitað til Persónuverndar til þess að fá úr því skorið hvort birta megi úrskurði stofnunarinnar. Einnig sé unnið að því að skjólstæðingar stofnunarinnar geti skrifað undir þar til gert eyðublað sem heimili Útlendingastofnun að veita fjölmiðlum upplýsingar um mál þeirra. „Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum þá megum við birta þessa úrskurði eða þessar ákvarðanir. Þegar við gerum það þá getur fólk séð hvernig við erum að vinna, þetta er líka ákveðið aðhald á okkur. Allt sem við erum að gera í dag er til þess að tryggja ákveðið gegnsæi og leiðrétta þann skilning fólks sem það hefur á stofnuninni. Við erum að reyna að gera okkar besta til að fólk viti hvað Útlendingastofnun er að gera.“ Flóttamenn Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira
Þetta snertir okkur að sjálfsögðu. Ég hef stundum upplifað að fólk haldi að við séum vélar, við erum það ekki, við erum fólk. Rætin umfjöllun hefur djúp áhrif á okkur,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar. Stofnunin hefur verið harðlega gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka ómannúðlegar ákvarðanir í málum hælisleitenda og flóttafólks. Kristín er ósammála gagnrýninni og segir það taka á starfsfólkið að sitja undir slíku. Því hafi verið hótað og jafnvel veist að því. „Því miður er það svo að það koma hótanir. Við höfum ákveðið verklag hjá okkur, bæði til að gæta okkar og viðskiptavina okkar,“ segir hún. Það hefur verið veist að starfsmönnum.Starfsmenn hafa þurft áfallahjálp „Tilvikið sem ég man eftir var frekar óhugnanlegt. Það var fyrir utan heimili starfsmanns. Það hefur verið veist að starfsmönnum fyrir utan heimili þeirra. Í báðum tilfellum var um Íslendinga að ræða. Útlendingar, hælisleitendur og flóttamenn eru friðsamt fólk upp til hópa. Mér hefur þótt það vera landinn sem hefur tapað sér í orðum og gjörðum.“ Kristín segir góðan anda ríkja þrátt fyrir gagnrýni og úlfúð gagnvart stofnuninni. „Við erum samrýnd og þetta þéttir okkur. Ég læt engan hanga ef það kemur eitthvað upp á sem er særandi. Þegar það er umræða sem beinist að einstökum stafsmönnum þá komum við saman og ræðum málin. Við höfum líka kallað til sérfræðinga, við höfum þurft að fá áfallahjálp. Við reynum að svara fyrir okkur þegar við getum. Fólk kemur fram með ýmislegt sem er misjafnlega rétt og við getum ekki svarað því,“ segir hún. „Ég hef líka haft samband við ákveðna einstaklinga og beðið þá um að hafa hemil á sér.“ Hún segir að í þeim tilvikum hafi viðkomandi heimfært niðurstöður stofnunarinnar á ákveðna starfsmenn. „Það þykir mér mjög óviðeigandi. Vilji fólk vera með gagnrýni þá er auðvitað æskilegast að hún sé uppbyggileg og beinist að stofnuninni en ekki starfsmönnum.“ Í umræðunni hefur því verið fleygt að ákvarðanir stofnunarinnar virðist oft stýrast af því hvort fjallað sé um málin í fjölmiðlum eða farið sé af stað með undirskriftasafnanir. Hún segir það ekki vera rétt. „Þegar kemur að þeim sem sækja um vernd þá er heill kafli sem er tileinkaður aðstæðum sem þar geta fallið undir. Við beitum þeim ákvæðum sem þar eru. Ég held það sé víðtækur misskilningur að það er ekki það sama að vera flóttamaður og efnahagslegur hælisleitandi í leit að betra lífi. Það er alveg skýrt í okkar löggjöf að ef þú átt hvorki til hnífs né skeiðar þá færð þú ekki vernd sem flóttamaður. Í rauninni hafa þau dæmi sem hafa komið upp og farið hátt í fjölmiðlum einmitt snúið að þessu, fólk er ekki að flýja ógnarstjórnir eða ofsóknir og áreiti heldur vill það sækja sér betra líf. Við höfum enga heimild til þess að láta tilfinningar ráða í okkar niðurstöðum. Ef það væri svo að við hlypum til af því að fólk er sympatískt þá erum við komin á það svæði sem í fræðunum heitir valdníðsla. Þá erum við farin að vega og meta fólk á allt öðrum forsendum en lög setja okkur fyrirmæli um.“ Á síðasta ári sendi Útlendingastofnun barn úr landi sem var ekki hugað líf vegna ástands heilbrigðiskerfis Albaníu. Í huga margra var það kornið sem fyllti mælinn. Fólk virðist ekki taka undir þessa hörðu útlendingastefnu sem hefur verið uppi. Hvað finnst þér sjálfri? „Stefna útlendingalaga er ekkert hörð. Það er innbyggt í okkar lagaákvæði að fólk sem sækir um vernd á grundvelli heilbrigðisástæðna fær ekki stöðu flóttamanns. Það getur fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera til staðar. Að heilbrigðisþjónusta í heimalandi sé ekki til staðar er eitt af þeim. Á heimasíðu Útlendingastofnunar var sett skjal þar sem kemur fram að heilbrigðisþjónustan er til staðar. Þetta er mikið tilfinningamál. Fólk verður líka að gera sér grein fyrir því að við erum ekki að afgreiða einn einstakling, heldur alla. Ef við förum á svig við lögin í einu máli, þá eigum við að gæta jafnræðis og fara á svig í öllum málum.“Mættu lögin þá vera mannúðlegri? „Ef það er vilji þjóðar að á Ísland verði opið heilbrigðiskerfi fyrir alla Evrópu eða alla þriðja ríkis borgara, þá er það ákvörðun sem þarf að taka á Alþingi. Við erum aldrei að ræða um eitt mál. Að sjálfsögðu veitum við fólki leyfi ef það á rétt á því. Það er ekki vilji okkar eða einbeitt stefna að vera vond.“Erfitt að neita fólki um betra lífEr ekki erfitt að neita fólki um að skapa sér betra líf?„Jú, það er alltaf erfitt. Þegar það eru börn og fjölskyldur þá er þetta enn viðkvæmara. En þetta er það hlutverk sem við höfum. “Hvers vegna erum við að vísa fjölskyldum í burtu sem vilja vinna þegar við erum að flytja inn verkafólk til vinnu? „Við stýrum ekkert hverjir fara inn á vinnumarkaðinn. Landið er opið ef þú ert sérfræðingur og fyrirtæki þarf sérfræðing. Það er frekar auðsótt mál að fá slíkt leyfi. Skortur á almennu vinnuafli – þar er á brattann að sækja. Það er velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar að marka stefnu. Þeir sem koma í hælisleit til Íslands að ákveðnum skilyrðum uppfylltum geta fengið bráðabirgðaleyfi og þá atvinnuleyfi. Hins vegar er það alveg rétt að fái þeir synjun á öllum stigum og ber að fara heim þá fá þeir ekki að halda áfram í þeirri vinnu án þess að fara úr landi. Þá byrja hinar hefðbundnu reglur á Íslandi að gilda.“Smíðaði geimfar Kristín lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og tók eftir það óvanalega stefnu í námi. Hún ákvað að fara út og læra flug- og geimrétt við McGill University í Quebec í Kanada árið 1994 og lauk þaðan gráðu. „Þetta var skemmtilegur tími þegar ég lagði land undir fót og var þarna í tvö ár og lærði allt um geiminn. Ég átti ekki von á að komast inn, þeim þótti merkilegt að þarna væri kona frá Íslandi og það hjálpaði mér.“ Kristín hélt áfram að bæta við þekkingu sína á geimnum og fór í alþjóðlegan geimháskóla þar sem stór hópur vísindamanna vann saman að því verkefni að smíða geimfar. „Þetta var sumarnám og var stórkostlegur tími. Þarna var fólk alls staðar að úr heiminum með ólíkan bakgrunn. Okkar hlutverk þetta sumar var að smíða geimfar.“ Þegar Kristín kom heim úr námi starfaði hún fyrst hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Hún hefur einnig starfað hjá Ríkislögreglustjóra og árið 2006 var hún ráðin sýslumaður á Hólmavík. Ári seinna varð hún sýslumaður á Ísafirði og lögreglustjóri Vestfjarða. Hún segist hafa lært mikið af dvölinni fyrir vestan. „Ef ég hefði ekki farið vestur þá hefði ég ekki verið í stakk búin að taka við Útlendingastofnun. Það tekur til dæmis á að sinna almannavarnamálum. Það er ákveðið ástand sem skapast frá september til júní fyrir vestan. Það voru oft heilu andvökunæturnar þegar það var slæmt veður. Starf lögreglustjóra á Vestfjörðum er mjög vanmetið hvað þetta varðar.“ Málafjöldi hjá Útlendingastofnun hefur aukist hratt. Hvaða mistökum hefur stofnunin lært af síðasta árið?„Við afgreiðum ekkert öll mál rétt, þó að það sé í flestum tilvikum. Til þess er kæruleiðin. Ef fólk er ekki sammála niðurstöðu kærunefndar, þá er dómstólaleiðin. Svo er það umboðsmaður Alþingis. Hann er virkur,“ segir Kristín og vísar í það að umboðsmaður skoðar nú málsmeðferð albanskrar fjölskyldu með veikt barn. „Það er eðlilegt og rétt.“ Það sem Kristínu finnst mestur lærdómur felast í var mál sem kom upp í fyrra og sneri að grun um málamyndahjónaband. Starfsmenn Landspítalans tilkynntu grun sinn til Útlendingastofnunar sem tilkynnti það áleiðis til lögreglu. Grunurinn reyndist ekki réttur. Útlendingastofnun braut lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. „Þetta var skýrt dæmi um að reglurnar eru ekki til staðar. Mansal er mjög leynt og þeir sem fyrst og fremst gætu orðið varir við mansal eru ekki Útlendingastofnun eða lögreglan, það er félagslega kerfið. Það verður að vera löggjöf hér til staðar sem heimilar þessum aðilum að tala saman. Að sjálfsögðu á að vera eitthvert regluverk. Svo kom líka í ljós í þessu máli að jafnvel sú upplýsingaöflun sem við sendum áfram til lögreglu var óheimil samkvæmt persónuvernd. Þá klóraði ég mér örlítið í hausnum og hugsaði, þetta eru stofnanirnar sem eiga að vinna saman gegn mansali, og ég tek það fram að það var ekki mansal í þessu máli. En skýr lærdómur að lögin okkar og reglurnar eru ekki þess eðlis að við getum tekið á mansali með dugandi hætti.“Vantar húsnæði Flóttamönnum hefur fjölgað mikið og það liggur fyrir að umsóknum um hæli muni fjölga mikið hérlendis. Hverjar eru helstu áskoranir Útlendingastofnunar á næstu mánuðum? „Það eru mörg áskorunarefni en í mínum huga eru húsnæðismál fyrir þá sem eru að sækja um vernd brýnust. Við erum í vandræðum þar. Ég vona að það verði ekki þannig að við fáum hvergi inni fyrir okkar skjólstæðinga.“ Starfsmönnum hefur fjölgað hjá Útlendingastofnun og með því hefur tekist að stytta málsmeðferðartíma. „Við höfum fengið mikla krítík á málsmeðferðartíma hjá okkur sem átti fullkomlega rétt á sér og ég tók undir það. Það var vegna manneklu, við réðum ekki við málafjöldann. Við náðum niður málsmeðferðinni í sept.-okt. 2014, fórum að ná að afgreiða mál á 90 dögum. Okkur hefur tekist allt árið 2015 að halda þessum málsmeðferðarhraða.“ Hjá Útlendingastofnun eru þrjár tegundir málsmeðferða. Dyflinnarreglugerðin, hefðbundin efnismeðferð sem er 90 dagar og sérstök flýtimeðferð sem tekur innan við tíu daga. „Við erum búin að afgreiða eitthvað í kringum 30 mál á tæpum 6-7 vikum,“ segir Kristín. Einnig hefur verklagi verið breytt. Fyrsta skýrslutaka er ekki lengur hjá lögreglu heldur í Útlendingastofnun.Eruð þið þá að færast í mannúðlegri átt? „Það er ekki spurning. Fólk sem hefur orðið fyrir ofsóknum og áreiti í sínu heimaríki, hvort sem er af hálfu hópa eða ríkisins, óttast oft yfirvöld. Með því að hafa fyrsta viðtal við starfsmann á gólfi sem klæðist fötum eins og ég og þú þá er það mín upplifun og von að fólk upplifi það með öðrum hætti heldur en ef lögregla tæki viðtölin.“ Hælisleitendum hefur fjölgað mikið. „Frá áramótum hafa komið rúmlega 130 manns. Þetta eru þrír einstaklingar á hverjum tveimur dögum. Ef við notum bara venjulega reiknireglu þá munum við, ef þróunin verður eins og hún er, fá yfir 530 umsækjendur í ár. Ég held hins vegar að það sé algjör vanáætlun. Mínar spár eru þær að við fáum á bilinu 600-1.000 einstaklinga.“ Til þess að anna þessu hefur starfsmönnum verið fjölgað hjá embættinu. „Stjórnvöld eru mjög meðvituð um aðstæður og það er auðveldara að fá fjármagn í málaflokkinn en áður. Þessi mál eru í brennidepli í Evrópu og hér líka. Það er enginn að sjá málaflokkinn fara. Að sjálfsögðu óska ég þess að hægt væri að henda flóttamannasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öllum ákvæðum um vernd af því að þau væru óþörf. Því miður eru aðstæður í heiminum þannig að maður sér ekki alveg fyrir endann á því hvernig þetta fer.“ Kristín segir misskilning ríkja um fjölda dvalarleyfa sem eru veitt hér á landi. „Það voru rúmlega 3.700 sem sóttu um dvalarleyfi í fyrra. Við afgreiddum rúmlega 3.400 leyfi. Það er misskilningur í samfélaginu að við hleypum engum inn í landið og stöndum alltaf á bremsunni. Bara tölur í dvalarleyfisflokknum eru í algjörri andstöðu við þessar fullyrðingar fólks. Við veitum 95-98% umsóttra leyfa.“ Hún segir stærstu synjunarástæðuna vera þá að fólk skili ekki gögnum.Hefur íhugað að hætta Til stendur að leggja fram frumvarp á Alþingi að nýjum útlendingalögum. Kristín segir það til bóta. „Ég er fullmeðvituð um mismunandi skoðanir fólks á því hvernig hlutirnir eiga að vera og það verður gagnrýni úr báðum áttum. Einhverjir munu segja að frumvarpið gangi allt of skammt og aðrir að það gangi of langt. Ég reyni að ganga hinn gullna meðalveg þegar kemur að öllu. Það eru að mínu mati engar forsendur til þess að Ísland opni landamæri sín að umheiminum. Það þarf að vera samhent átak fleiri ríkja til þess. Það gætu orðið miklar afleiðingar ef við færum af stað. Vonandi verður heimurinn fyrr en síðar þannig að það verði engin landamæri. Miðað við ástandið í dag sé ég það ekki gerast á minni ævi en það væri óskandi,“ segir hún og tekur fram að hún sé mikil áhugamanneskja um Star Trek. „Það er skemmtileg hugmyndafræði hjá þeim. Einn heimur og ein þjóð með öllum þjóðarbrotum.“ Kristín hefur verið forstjóri Útlendingastofnunar frá 2010. Hún viðurkennir að í mesta stormviðrinu hafi hún íhugað að hætta. „Þetta er mjög erfitt á stundum og verst finnst mér að takast á við það þegar starfsmenn lenda í tannhjólinu. Það er erfitt að eiga bæði við fjölmiðlafárið og sjá hversu illa starfsfólki líður. Í mínum huga er umræðan ekki rétt. Hún er persónugerð. Við erum lýðræðisríki, það er sannarlega tjáningarfrelsi á Íslandi en fólk þarf að vera málefnalegt.“ Hún segir Útlendingastofnun vilja starfa gegnsætt. Hún hafi í þeim tilgangi leitað til Persónuverndar til þess að fá úr því skorið hvort birta megi úrskurði stofnunarinnar. Einnig sé unnið að því að skjólstæðingar stofnunarinnar geti skrifað undir þar til gert eyðublað sem heimili Útlendingastofnun að veita fjölmiðlum upplýsingar um mál þeirra. „Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum þá megum við birta þessa úrskurði eða þessar ákvarðanir. Þegar við gerum það þá getur fólk séð hvernig við erum að vinna, þetta er líka ákveðið aðhald á okkur. Allt sem við erum að gera í dag er til þess að tryggja ákveðið gegnsæi og leiðrétta þann skilning fólks sem það hefur á stofnuninni. Við erum að reyna að gera okkar besta til að fólk viti hvað Útlendingastofnun er að gera.“
Flóttamenn Föstudagsviðtalið Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Sex flokkar með þingmann hver Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjá meira