Ný stjórnarskrá efnahagslífsins Árni Páll Árnason skrifar 16. apríl 2016 07:00 Atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að brýn þörf er nú á að gera grundvallarbreytingar á leikreglum íslensks efnahagslífs. Við getum ekki lengur blekkt okkur með því að framganga nokkurra einstaklinga í viðskiptalífinu í aðdraganda hruns hafi verið orsök efnahagslegs skipbrots og að með því einu að taka þá úr umferð og skipta um menn í æðstu stöðum væri hægt að gera fullnægjandi úrbætur. Við þurfum að setja efnahagslífinu mörk með alveg nýjum hætti.Vafningar og snúningar Um áratugaskeið höfum við séð vel tengda viðskiptamenn auðgast vegna þess að stjórnmálamenn hafa tryggt þeim aðgang að takmarkaðri aðstöðu eða ríkiseignum. Í skjóli þessa hefur vaxið og dafnað hér á landi sérstök tegund kapítalista – þeirra sem nærast á annarra manna fé og leggja meiri áherslu á taumlausan arð í eigin vasa en raunverulega sköpun verðmæta sem nýtast samfélaginu öllu. Það er þessi tegund sem flykktist í skattaskjól til að forðast að leggja af mörkum eftir efnum. Það er líka í þessum anda sem bankar bjuggu til vafninga og snúninga til að skapa sér og vildarvinum sínum arð, en sköpuðu engin verðmæti með því. Þvert á móti: Vafningarnir sugu verðmæti úr hinu verðmætaskapandi efnahagslífi.Bankar fyrir heimili Á síðustu misserum hafa Borgunarhneykslið og óheftar arðgreiðslur tryggingafélaga á kostnað almennings sýnt að ekkert hefur breyst í grundvallaratriðum. Við verðum að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Setja aukna framleiðni, en ekki bólugróða, í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar. Á níunda áratug síðustu aldar létu jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku sig dreyma um áhrif almennings á efnahagslíf í gegnum sjóði launamanna sem hefðu stjórnunaráhrif í efnahagslífinu. Þetta var á þeim tíma talið óraunhæft með öllu. Uppbygging lífeyrissjóðanna á Íslandi hefur hins vegar gert það að verkum að við erum óvart komin í þá stöðu að hér eru orðnar forsendur fyrir öflugu félagslegu eignarhaldi.Nýtum völd almennings Í gegnum lífeyrissjóðina á íslenskur almenningur miklar eignir í atvinnulífinu. Við eigum að þróa það eignarhald og knýja fram ábyrga hegðun í atvinnulífinu og tryggja framlag fyrirtækja til samfélagslegrar ábyrgðar. Lífeyrissjóðir þurfa að setja sér viðmið um stjórnarhætti, eðlilegan launamun og jöfn laun óháð kyni í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Jafnframt eiga lífeyrissjóðirnir, sem glíma við kostnað af sífellt vaxandi örorkubyrði, að setja skilyrði um að fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesti í bjóði fólki með skerta starfsgetu störf og styðji við starfsendurhæfingu af öllum toga. Og við getum ekki sætt okkur við að virkir fjárfestar dragi lífeyrissjóðina með sér í fjárfestingar og nýti fé almennings til að skammta sjálfum sér auð og völd.Sameiginlegar auðlindir Það þarf líka að tryggja almenningi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrningarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings.Other people‘s money Við þurfum að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði og brjóta bankana upp og raða upp á nýtt. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people‘s money“ og fjallar um það öngstræti sem fjármálakerfi Vesturlanda er komið í. Gamla tuggan um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka nær ekki utan um það flækjustig sem nú er við að eiga. Það þarf róttækari breytingar. Eignastýring á ekki heima í bönkum, enda eiga bankar ekkert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það ætti banna beinar fjárfestingar banka í fyrirtækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. Það er fullt ógert. Nú er veður til að skapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu vikna hafa sýnt okkur að brýn þörf er nú á að gera grundvallarbreytingar á leikreglum íslensks efnahagslífs. Við getum ekki lengur blekkt okkur með því að framganga nokkurra einstaklinga í viðskiptalífinu í aðdraganda hruns hafi verið orsök efnahagslegs skipbrots og að með því einu að taka þá úr umferð og skipta um menn í æðstu stöðum væri hægt að gera fullnægjandi úrbætur. Við þurfum að setja efnahagslífinu mörk með alveg nýjum hætti.Vafningar og snúningar Um áratugaskeið höfum við séð vel tengda viðskiptamenn auðgast vegna þess að stjórnmálamenn hafa tryggt þeim aðgang að takmarkaðri aðstöðu eða ríkiseignum. Í skjóli þessa hefur vaxið og dafnað hér á landi sérstök tegund kapítalista – þeirra sem nærast á annarra manna fé og leggja meiri áherslu á taumlausan arð í eigin vasa en raunverulega sköpun verðmæta sem nýtast samfélaginu öllu. Það er þessi tegund sem flykktist í skattaskjól til að forðast að leggja af mörkum eftir efnum. Það er líka í þessum anda sem bankar bjuggu til vafninga og snúninga til að skapa sér og vildarvinum sínum arð, en sköpuðu engin verðmæti með því. Þvert á móti: Vafningarnir sugu verðmæti úr hinu verðmætaskapandi efnahagslífi.Bankar fyrir heimili Á síðustu misserum hafa Borgunarhneykslið og óheftar arðgreiðslur tryggingafélaga á kostnað almennings sýnt að ekkert hefur breyst í grundvallaratriðum. Við verðum að laga bankakerfið að þörfum almennings, heimilanna og verðmætaskapandi fyrirtækja. Setja aukna framleiðni, en ekki bólugróða, í forgang atvinnu- og efnahagsmálastefnunnar. Á níunda áratug síðustu aldar létu jafnaðarmenn í Svíþjóð og Danmörku sig dreyma um áhrif almennings á efnahagslíf í gegnum sjóði launamanna sem hefðu stjórnunaráhrif í efnahagslífinu. Þetta var á þeim tíma talið óraunhæft með öllu. Uppbygging lífeyrissjóðanna á Íslandi hefur hins vegar gert það að verkum að við erum óvart komin í þá stöðu að hér eru orðnar forsendur fyrir öflugu félagslegu eignarhaldi.Nýtum völd almennings Í gegnum lífeyrissjóðina á íslenskur almenningur miklar eignir í atvinnulífinu. Við eigum að þróa það eignarhald og knýja fram ábyrga hegðun í atvinnulífinu og tryggja framlag fyrirtækja til samfélagslegrar ábyrgðar. Lífeyrissjóðir þurfa að setja sér viðmið um stjórnarhætti, eðlilegan launamun og jöfn laun óháð kyni í þeim fyrirtækjum sem sjóðirnir fjárfesta í. Jafnframt eiga lífeyrissjóðirnir, sem glíma við kostnað af sífellt vaxandi örorkubyrði, að setja skilyrði um að fyrirtæki sem sjóðirnir fjárfesti í bjóði fólki með skerta starfsgetu störf og styðji við starfsendurhæfingu af öllum toga. Og við getum ekki sætt okkur við að virkir fjárfestar dragi lífeyrissjóðina með sér í fjárfestingar og nýti fé almennings til að skammta sjálfum sér auð og völd.Sameiginlegar auðlindir Það þarf líka að tryggja almenningi í landinu arð af sameiginlegum auðlindum og arð af ríkiseignum og gefa ófrávíkjanleg fyrirmæli um samkeppni um sölu þeirra. Við þurfum líka að innleiða fyrningarleið í sjávarútvegi, sem allir hljóta nú að sjá að er besta leiðin til að tryggja nýliðun, samkeppni og fullnægjandi arð af auðlindinni til almennings.Other people‘s money Við þurfum að nýta það tækifæri sem nú er að opnast með umsvifum ríkisvaldsins á fjármálamarkaði og brjóta bankana upp og raða upp á nýtt. Þess vegna hefur Samfylkingin boðið hinum heimsfræga hagfræðingi, John Kay, til landsins 24. apríl nk. Kay hefur nýlega skrifað merka bók sem ber nafnið „Other people‘s money“ og fjallar um það öngstræti sem fjármálakerfi Vesturlanda er komið í. Gamla tuggan um aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka nær ekki utan um það flækjustig sem nú er við að eiga. Það þarf róttækari breytingar. Eignastýring á ekki heima í bönkum, enda eiga bankar ekkert með að fjárfesta fyrir annarra manna fé. Það ætti banna beinar fjárfestingar banka í fyrirtækjum. Svo þarf að verja sérstaklega innstæður almennings og skilja frá annarri starfsemi banka. Það er fullt ógert. Nú er veður til að skapa.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar