Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 23:09 Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. Vísir/Getty Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum. Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Donald Trump kynnti í dag þá utanríkisstefnu sem hann hyggst starfa eftir verði hann kjörinn forseti Bandaríkjanna. Lofaði hann því að hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna yrðu ávallt ofan á þegar ákvarðanir væru teknar. Lofaði Trump því m.a. að hann myndi „bjarga mannkyninu“ og að að hann myndi laga utanríkisstefnu Bandaríkjanna sem hann sagði hafa ryðgað frá lokum Kalda stríðsins. Var þetta í fyrsta sinn sem Trump lagði fram raunverulega stefnu í einum stærsta málaflokki sem forseti Bandaríkjanna þarf að glíma við. Athygli vakti að hinn hefðbundni og þrasgjarni ræðustíll Trump vék fyrir mun yfirvegaðri ræðustíl á meðan Trump fór yfir stefnumál sín í utanríkismálum. Gagnrýndi hann núverandi stefnu Barack Obama Bandaríkjaforseta í málefnum Mið-Austurlanda harðlega og sagði hana hafa verið „fullkomið stórslys“. Sagði hann stefnu Obama hafa verið algjörlega stefnulausa og tengdi hann Hillary Clinton, sem líklega verður mótframbjóðandi Trump í forsetakosningunum, við stefnuna en Clinton gegndi um hríð embætti utanríkisráðherra í ríkisstjórn Obama. Lofaði Trump því að hann myndi ávallt setja hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna ofar öllu en titill utanríkisstefnu Trump ber nafnið „America First“. Lagði Trump áherslu á að hann myndi auka styrk Bandaríkjanna á alþjóðavísu og að Bandaríkin myndu koma á friði í heiminum með styrk sínum.Hvað sagði Trump um ISIS?Trump sagði að næði hann kjöri yrðu dagar ISIS fljótlega taldir en hann vildi ekki segja hvernig eða hvenær það yrði gert. Sagði hann að Bandaríkin yrðu að koma í veg fyrir útbreiðslu róttækrar múhameðstrúar og að það myndi verða gert í náinni samvinnu við bandamenn Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum.Um NATO og aðra bandamenn?Trump hyggst sækjast eftir því að halda viðræður við bandamenn Bandaríkjanna innan NATO með það fyrir augum að endurskipuleggja starfsemi og skipulag bandalagsins. Þá þyrftu aðrir bandamenn að leggja meira af mörkum til fjármögnunar bandalagsins. Sagði hann þau ríki sem nytu verndar af hálfu Bandaríkjanna yrðu að greiða fyrir þá vernd ella þyrftu þau að sjá um sínar varnir sjálfar. Þá sagðist hann ætla að ræða við Rússland og hvort hægt væri að finna grundvöll fyrir aukinni samvinnu. Einnig ætlar hann að sýna aukna hörku í samskiptum við Kína en Trump talaði um að Kínverjar væru að missa alla virðingu fyrir Bandaríkjunum.Trump var gagnrýndur fyrir framburð sinn á nafni Tanzaníu.Trump farinn að horfa til kosninganna í nóvemberAllar líkur eru á því að Trump hljóti útnefningu Repúblikana-flokksins eftir að hann fór með sigur af hólmi í öllum þeim fimm ríkjum Bandaríkjanna sem héldu forvöl í gær um hvert næsta forsetaefni Repúblikana eigi að vera. Trump hefur nú þegar tryggt sér stuðning 967 kjörmanna af þeim 1.237 sem til þarf. Hefur hann því nú í auknum mæli hafið undirbúning að kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar sjálfar sem fara fram í nóvember líkt. Alls eiga Repúblikanar eftir að ganga að kjörborðum í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Næstu forkosningar fara fram 3. maí næstkomandi í Indiana-ríki en forkosningunum lýkur þann 7. júní þegar kosið verður í fimm ríkjum.
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira