Tvær vikur í Eurovision: Framlag Íslands ekki bara lag heldur listaverk Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. apríl 2016 09:00 Undirbúningsvinnan er gríðarlega mikil fyrir þessar þrjár mínútur sem Greta stendur á sviðinu. Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil. Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
Framlag Íslands til Eurovision-söngvakeppninnar í ár er eins og kunnugt er lagið Hear them calling með Gretu Salóme. Að atriðinu hefur komið teymi hönnuða og danshöfunda og hafa þau skapað grafískt listaverk sem ætlað er að undirstrika boðskap lagsins. Ólöf Erla Einarsdóttir er grafískur hönnuður sem vann áður á RÚV og hefur séð um útlit fyrir talsverðan fjölda Eurovision-atriða, en hún hefur m.a. hannað grafík og kynningarefni fyrir Vini Sjonna, Jóhönnu Guðrúnu og atriðið hennar Gretu Salóme árið 2012. Í ár er hún sjálfstætt starfandi og orðin hluti af vinningsteyminu hennar Gretu og fer með henni út til Stokkhólms næstkomandi mánudag. Ólöf vann grafíkina fyrir atriðið hennar ásamt Jonathan Duffy og hún hefur sömuleiðis hannað allt kynningarefnið fyrir Grétu. „Þetta á ekki bara að snúast um lagið, þetta er boðskapur og þetta er listaverk. Við tókum upp öll atriðin, þessa skugga, breyttum þeim í tölvuforriti og klipptum þá saman við lagið og það varð að þessari grafík sem var með atriðinu í Söngvakeppninni,“ segir Ólöf og á þar við skuggana sem voru í bakgrunni á sviðinu í vinningsatriði Gretu Salóme, Hear them calling.Ólöf ásamt samstarfsfélaga sínum, Jonathan Duffy.„Við erum búin að senda þeim í Stokkhólmi allt sem við erum búin að hanna og risastórt „storyboard“ um hvernig við viljum að þetta líti allt út á sviðinu úti, sem er auðvitað miklu stærra og býður upp á miklu fleiri möguleika. Þar erum við búin að vinna með hönnuðum sem þau þarna úti hafa komið okkur í samband við og þau eru með nýja heilmyndatækni sem við erum að vinna með. Mikill partur af grafíkinni okkar verður á sviðinu, við viljum halda eins mikið í upphaflega atriðið og við getum,“ útskýrir Ólöf og bendir á að boðskapurinn í laginu endurspeglist mikið til í grafíkinni. „Við stefnum á að taka atriðið lengra en halda samt í upphaflegu hugmyndirnar. Þeir úti eru með allt okkar efni og við höfum verið að bæta inn í það.“ „Boðskapurinn er að þessar raddir sem maður er að heyra alls staðar á internetinu, þessar neikvæðu raddir, eigi maður ekki að hlusta á. Þú ert miklu betri en það, þú átt ekki að hlusta á neikvæðu raddirnar. Þú ert þú, það getur enginn sagt þér að þú sért eitthvað annað.“ Það verður spennandi að sjá hvernig atriðið þeirra kemur út á sviðinu í Stokkhólmi, Svíar hafa ekki verið þekktir fyrir að láta sitt eftir liggja þegar kemur að Eurovision og það er alveg víst að þeir brydda upp á nýjungum þetta árið. Hvort það verða heilmyndir dansandi við hliðina á Gretu Salóme er ekki víst en þarna verður boðið upp á sjónarspil.
Eurovision Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira