Von um fótboltakraftaverk Lars Christensen skrifar 27. apríl 2016 09:45 Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Hinn þjóðsagnakenndi knattspyrnustjóri Liverpool FC, Bill Shankly, sagði einu sinni: „Sumir halda að fótboltinn sé upp á líf og dauða. Þetta viðhorf veldur mér miklum vonbrigðum. Ég get fullvissað ykkur um að hann er miklu, miklu mikilvægari en það.“ Ég verða að segja að ég hef tilhneigingu til að vera sammála Shankly um þetta og ég er viss um að margir á Íslandi munu samsinna þessu þegar Íslendingar spila sinn fyrsta leik í Evrópukeppni í Frakklandi í sumar. Íslenska liðið er augljóslega alger lítilmagni. Ekki einu sinni bjartsýnustu stuðningsmenn Íslands hefðu trúað því að liðið kæmist einu sinni í úrslitakeppnina í Frakklandi, en það hefur engu að síður gerst. Svo spurningin er: Hvernig mun Íslandi ganga? Hagfræðingar hafa auðvitað svar við því eins og öðru. Reyndar er til undirgrein hagfræðinnar sem snýr að íþróttum og hagfræði og kallast sportometrics. Sportometrics notar tæki hagfræðinnar – til dæmis tölfræðigreiningu – til að greina íþróttir og þar á meðal til að spá um fótboltaúrslit. Og hvort sem þið trúið því eða ekki þá hefur mikið verið skrifað um úrslitaspár í fótbolta. Og hvað segir þessi umfjöllun okkur um hvaða þættir séu mikilvægir fyrir árangur í fótbolta Augljóslega hafa þættir eins og fótboltahefð (hugsið um Þýskaland og England) og núverandi form liðsins (hugsið um styrkleikalista FIFA) mikið forspárgildi um árangur inni á vellinum. En ýmsar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á verulegt mikilvægi efnahagslegra þátta eins og vergrar landsframleiðslu á mann, en einnig stærð landanna (stærri löndum gengur gjarnan vel). Og hagurinn af heimavellinum hefur mjög mikið að segja. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að heimavallarforskotið á móti eins og Evrópukeppninni samsvari því að vera 1-0 yfir þegar leikurinn hefst. Flestir þessara þátta gefa okkur litla ástæðu til að vera bjartsýn á frammistöðu Íslendinga í Frakklandi – Ísland er smáríki sem hefur aldrei spilað á stórmóti í fótbolta, það er ekki löng og sterk fótboltahefð í landinu og Íslendingar njóta þess ekki beint að vera á heimavelli. Hins vegar gefur einn þátturinn smávon – verg landsframleiðsla á mann. Íslendingar eru auðug þjóð og að öðru jöfnu (eins og hagfræðingar segja gjarnan) ætti það að vera okkur í hag í Frakklandi. Ímyndum okkur nú að keppnin myndi bara snúast um verga landsframleiðslu á mann. Íslendingar mæta Portúgölum, Austurríkismönnum og Ungverjum í F-riðli. Og góðu fréttirnar eru að Ísland hefur mesta verga landsframleiðslu á mann af þeim öllum (56.000 Bandaríkjadali) – miklu meiri en þeir sem veðmangarar telja sigurstranglegasta, Portúgalar. Svo að miðað við verga landsframleiðslu á mann ættum við að vinna F-riðil auðveldlega. Sigur í F-riðli þýðir að Ísland mætir liði númer 2 í E-riðli. Miðað við verga landsframleiðslu á mann verður það Svíþjóð (sem nú er með aðeins minni verga landsframleiðslu en Írland). Þetta verður mjög tvísýnn leikur en Íslendingar munu vinna þar sem verg landsframleiðsla á mann á Íslandi er um 10% meiri en í Svíþjóð. Því miður, Zlatan – þú ert úr leik! Og þar með er Ísland komið í fjórðungsúrslit – á móti Englandi! Og hvað haldið þið? Það verður auðveldur sigur fyrir Íslendinga því verg landsframleiðsla á mann í Bretlandi er ekki nema aumir 42.000 dalir. Þá er komið að undanúrslitunum. Gegn Þýskalandi! Og aftur – guði sé lof fyrir hina veiku evru – vinna Íslendingar Þjóðverja vegna meiri vergrar landsframleiðslu á mann. Þetta lítur út eins og kraftaverk. Íslendingar leika til úrslita gegn? …?Svisslendingum! Og þar með er komið að lokum. 56.000 dala verg landsframleiðsla á mann má sín lítils gegn 78.000 dölum Svisslendinga. Íslendingar munu ekki endurtaka velgengni Dana á Evrópumótinu 1992, en það verður mjög nálægt því, að minnsta kosti ef spá okkar byggist á vergri landsframleiðslu á mann. Svo viljið þið nú einu sinni hlusta á hagfræðinginn?
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar