Brýnt að styrkja flutningskerfi raforku á Reykjanesi Sverrir Jan Norðfjörð skrifar 27. apríl 2016 07:00 Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgangur að tryggu rafmagni er forsenda lífsgæða eins og kom berlega í ljós á Reykjanesi fyrir rúmu ári þegar járnplata fauk á Suðurnesjalínu 1 og olli nokkurra klukkutíma straumleysi á svæðinu. Auk hefðbundinna afleiðinga straumleysisins fyrir heimili og fyrirtæki, svo sem fjárhagstjóns og óþæginda, urðu einnig verulegar truflanir á fjarskiptum, röskun á tækjabúnaði Keflavíkurflugvallar ásamt ýmsum öðrum atvikum sem tengjast öryggi almennings. Þessi atburður þann 6. febrúar 2015 sýndi í hnotskurn hve viðkvæmt flutningskerfi raforku á Reykjanesi er, eins og Landsnet hefur bent á í rúman áratug, en nú hillir loksins undir úrbætur með byggingu Suðurnesjalínu 2. Þörf fyrir bætta tengingu Ánægjulegt var að sjá Örn Þorvaldsson, rafiðnaðarmann og fyrrverandi starfsmann Landsvirkjunar og Landsnets, taka undir þau meginrök Landsnets í grein í Fréttablaðinu 21. apríl 2016 að þörf væri fyrir lagningu annarrar flutningslínu út á Reykjanes til að auka afhendingaröryggi kerfisins þar. Eina tenging Reykjaness í dag við meginflutningskerfi Landsnets er um Suðurnesjalínu 1, þannig að öryggi flutningskerfisins á svæðinu er algerlega ófullnægjandi, eins og dæmin sanna. Ekki er deilt um að þörf er á annarri flutningslínu til að tryggja afhendingaröryggi raforku á Reykjanesi. Jafnframt er flutningsgeta Suðurnesjalínu 1, sem rekin er á 132 kV spennu, nú fullnýtt á stundum eins og fleiri háspennulínur í flutningskerfi Landsnets. Orkutap í raforkuflutningskerfinu eru í dag um 350-400 GWst á ári, eða sem samsvarar raforkuframleiðslu virkjunarinnar í Svartsengi. Ein besta leiðin til að auka nýtni orkuframleiðslunnar og draga úr orkutapi í flutningskerfinu er að hækka spennu á línum sem eru mikið lestaðar. Á Reykjanesi blasir jafnframt við að erfitt væri að nýta þá jarðhitakosti sem settir eru fram í nýtingarflokki Rammaáætlunar á Suðurnesjum án þeirrar viðbótarflutningsgetu sem bygging Suðurnesjalínu 2 skapar, en hún verður byggð svo hana megi reka á 220 kV spennu. Bæði núverandi virkjanir á Reykjanesi og virkjanakostir þar í nýtingarflokki rammaáætlunar byggjast á jarðvarma. Slíkar virkjanir henta illa þegar bregðast þarf við sveiflum í raforkukerfinu og halda uppi jafnvægi milli framleiðslu og eftirspurnar á orkumarkaði og það hefur valdið vandkvæðum og straumleysi á svæðinu þegar Suðurnesjalína 1 hefur farið úr rekstri vegna viðhalds eða truflana, eins og sýndi sig í áðurnefndri truflun 6. febrúar 2015 . Af þessum sökum er afar mikilvægt að Reykjanes búi yfir sterkum tengingum við meginflutningskerfið, einkum og sér í lagi þegar bætast við fleiri jarðvarmavirkjanir innan svæðisins. Sveigjanleiki mikilvægur Sveigjanleiki í flutningskerfinu er ekki eingöngu vegna virkjana heldur einnig til að styðja við vöxt í raforkunotkun hjá heimilum, iðnaði og annarri margvíslegri atvinnustarfssemi á Suðurnesjum. Með byggingu 220 kV Suðurnesjalínu 2 verður byggt upp sterkt hryggjarstykki í flutningskerfinu á Suðurnesjum. 220 kV flutningslínur eru að öllu jöfnu betur í stakk búnar til að standast ytri áraun en 132 kV línur. Enn fremur mun tenging Suðurnesja á 220 kV hafa í för með sér að raffræðilegur styrkur flutningskerfisins á Suðurnesjum mun aukast meira en verið hefði með 132 kV tengingu. Þessi aukni styrkur veldur því að hætta á spennusveiflum og annarri röskun spennugæða vegna truflana í kerfinu minnkar. Núverandi virkjanir á svæðinu, ásamt virkjanakostum í nýtingarflokki rammaáætlunar, telja rúmlega 400 MW uppsetts afls. Það er meira en tvöfalt það afl sem dæmigerð 132 kV lína getur flutt en við hönnun kerfisins verður að gera ráð fyrir að hægt sé að flytja megnið af þeirri framleiðslu út af svæðinu um eina flutningslínu, svo skilyrðum um afhendingaröryggi sé fullnægt. Á Reykjanesi hefur átt sér stað mikil þróun á orkuvinnslu og orkunotkun undanfarin ár. Áætlanir gera ráð fyrir að sú þróun muni halda áfram á komandi árum og því er það mat Landsnets að ekki sé ásættanlegt að tengja svæðið einungis á 132kV spennustigi.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun