Takmarkinu er nú þegar náð Guðrún Ansnes skrifar 23. apríl 2016 09:00 Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð, en ég er búin að leggja mikið upp úr að boðskapur lagsins komist til skila og mér finnst hann vera að gera það,“ segir Greta Salome sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni sem fram fer í Ericsson Globe í Stokkhólmi í næsta mánuði. Hún hefur verið á ferð og flugi undanfarið þar sem hún hefur verið að kynna lagið Hear them Calling fyrir blaðamönnum og öðrum keppendum. „Við vorum í London um síðustu helgi og Amsterdam helgina þar á undan. Það hefur verið ofboðslega gaman og góður undirbúningur, auk þess sem það er gaman að hitta hina keppendurna. Þetta snýst að langmestu leyti um blaðamannahittinga og tónleika,“ útskýrir hún og segist hafa orðið fyrir magnaðri upplifun í Amsterdam sem líklega muni renna henni seint úr minni. „Þetta var mjög merkilegt, þar kom til mín stelpa í kringum tvítugt sem hafði lent í miklu einelti og sagði við mig að lagið hefði hjálpað sér svo mikið, að það hefði opnað augu hennar fyrir því að hún væri ekki ein að upplifa þessa hluti. Hún bara grét hjá mér og þarna hugsaði ég með mér: „Takmarki mínu er náð, keppnin skiptir engu máli,“ og svo grét ég með henni,“ útskýrir Greta einlæg og segist vissulega vona að hún geti mögulega náð til fleira fólks í þessari mynd. „Ég horfi öðruvísi á þessa keppni núna heldur en ég gerði þegar ég fór fyrir fjórum árum. Ég hef áttað mig á eðli keppninnar. Þessi keppni er svo ófyrirsjáanleg og þetta er svo mikil pólitík. Fyrir mér snýst þetta um að nýta þann vettvang sem keppnin er og koma þessum boðskap sem fyllir lagið áfram.“ Aðspurð hver sá boðskapur raunverulega sé, segir hún hann beinast að þessum neikvæðu röddum sem dynja sífellt á okkur. „Við heyrum þessar raddir svo vel. Þar spila netið og kommentakefin mikið inn í. Við eigum að reyna að hlusta ekki á þetta, það skilar aldrei góðu. Við þurfum að vera jákvæðar raddir fyrir hvert annað. Þetta er eitthvað sem allir tengja við,“ segir hún og bætir við að undanfarið hafi hún farið milli grunnskóla á Íslandi og rætt um þann boðskap við börnin. „Krakkarnir skilja þetta vel og átta sig á hvað ofbeldi á netinu getur gert. Þetta á líka vel við stemninguna í samfélaginu akkúrat núna, ég velti stundum fyrir mér hvað lífið væri einfaldara án kommentakerfanna,“ segir hún og hlær. Aðeins eru rúmar tvær vikur þar til Greta stígur á sviðið í Stokkhólmi, en Ísland er í fyrri undanúrslitunum sem fara fram þann 10. maí næstkomandi. „Það örlar jú alltaf á einhverju stressi, en viðhorf mitt er svo allt öðruvísi núna en síðast. Ég er mikið rólegri. Það eina sem ég get gert er að miðla jákvæðum boðskap og reyna að standa mig sem best. Mér þykir óskaplega vænt um þetta litla þriggja mínútna listaverk mitt. Fyrir mér er Eurovision hvorki upphaf neins né endir, en mig langar bara að snerta við fólki,“ segir hún að lokum. Sextánda landið í röðinni Ísland keppir í fyrri undanúrslitum sem fara fram 10. maí. Seinni undanúrslit eru svo þann 12. maí. Greta segir riðilinn geta reynst Íslendingum erfiður en við séum sextándu í röðinni sem sé jú ákveðin happatala. Löndin í okkar riðli eru: Finnland, Grikkland, Moldóvía, Ungverjaland, Króatía, Holland, Armenía , San Marino, Rússland, Tékkland, Kýpur, Austurríki, Eistland, Azerbaijan, Svartfjallaland, Bosnía og Malta. Hér má sjá Gretu og Jónsa þegar þau tóku þátt í Eurovision árið 2012. Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það Flytjendur í Eistlandi, Svíþjóð og á Íslandi nýta sér samspil manns og tækni við flutning laga. 21. mars 2016 13:21 Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Ég hef fengið ótrúlega góð viðbrögð, en ég er búin að leggja mikið upp úr að boðskapur lagsins komist til skila og mér finnst hann vera að gera það,“ segir Greta Salome sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision-söngvakeppninni sem fram fer í Ericsson Globe í Stokkhólmi í næsta mánuði. Hún hefur verið á ferð og flugi undanfarið þar sem hún hefur verið að kynna lagið Hear them Calling fyrir blaðamönnum og öðrum keppendum. „Við vorum í London um síðustu helgi og Amsterdam helgina þar á undan. Það hefur verið ofboðslega gaman og góður undirbúningur, auk þess sem það er gaman að hitta hina keppendurna. Þetta snýst að langmestu leyti um blaðamannahittinga og tónleika,“ útskýrir hún og segist hafa orðið fyrir magnaðri upplifun í Amsterdam sem líklega muni renna henni seint úr minni. „Þetta var mjög merkilegt, þar kom til mín stelpa í kringum tvítugt sem hafði lent í miklu einelti og sagði við mig að lagið hefði hjálpað sér svo mikið, að það hefði opnað augu hennar fyrir því að hún væri ekki ein að upplifa þessa hluti. Hún bara grét hjá mér og þarna hugsaði ég með mér: „Takmarki mínu er náð, keppnin skiptir engu máli,“ og svo grét ég með henni,“ útskýrir Greta einlæg og segist vissulega vona að hún geti mögulega náð til fleira fólks í þessari mynd. „Ég horfi öðruvísi á þessa keppni núna heldur en ég gerði þegar ég fór fyrir fjórum árum. Ég hef áttað mig á eðli keppninnar. Þessi keppni er svo ófyrirsjáanleg og þetta er svo mikil pólitík. Fyrir mér snýst þetta um að nýta þann vettvang sem keppnin er og koma þessum boðskap sem fyllir lagið áfram.“ Aðspurð hver sá boðskapur raunverulega sé, segir hún hann beinast að þessum neikvæðu röddum sem dynja sífellt á okkur. „Við heyrum þessar raddir svo vel. Þar spila netið og kommentakefin mikið inn í. Við eigum að reyna að hlusta ekki á þetta, það skilar aldrei góðu. Við þurfum að vera jákvæðar raddir fyrir hvert annað. Þetta er eitthvað sem allir tengja við,“ segir hún og bætir við að undanfarið hafi hún farið milli grunnskóla á Íslandi og rætt um þann boðskap við börnin. „Krakkarnir skilja þetta vel og átta sig á hvað ofbeldi á netinu getur gert. Þetta á líka vel við stemninguna í samfélaginu akkúrat núna, ég velti stundum fyrir mér hvað lífið væri einfaldara án kommentakerfanna,“ segir hún og hlær. Aðeins eru rúmar tvær vikur þar til Greta stígur á sviðið í Stokkhólmi, en Ísland er í fyrri undanúrslitunum sem fara fram þann 10. maí næstkomandi. „Það örlar jú alltaf á einhverju stressi, en viðhorf mitt er svo allt öðruvísi núna en síðast. Ég er mikið rólegri. Það eina sem ég get gert er að miðla jákvæðum boðskap og reyna að standa mig sem best. Mér þykir óskaplega vænt um þetta litla þriggja mínútna listaverk mitt. Fyrir mér er Eurovision hvorki upphaf neins né endir, en mig langar bara að snerta við fólki,“ segir hún að lokum. Sextánda landið í röðinni Ísland keppir í fyrri undanúrslitum sem fara fram 10. maí. Seinni undanúrslit eru svo þann 12. maí. Greta segir riðilinn geta reynst Íslendingum erfiður en við séum sextándu í röðinni sem sé jú ákveðin happatala. Löndin í okkar riðli eru: Finnland, Grikkland, Moldóvía, Ungverjaland, Króatía, Holland, Armenía , San Marino, Rússland, Tékkland, Kýpur, Austurríki, Eistland, Azerbaijan, Svartfjallaland, Bosnía og Malta. Hér má sjá Gretu og Jónsa þegar þau tóku þátt í Eurovision árið 2012.
Eurovision Tónlist Tengdar fréttir Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það Flytjendur í Eistlandi, Svíþjóð og á Íslandi nýta sér samspil manns og tækni við flutning laga. 21. mars 2016 13:21 Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45 Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23 Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Måns-áhrifanna gætir víða: Greta Salóme sögð augljósasta dæmið um það Flytjendur í Eistlandi, Svíþjóð og á Íslandi nýta sér samspil manns og tækni við flutning laga. 21. mars 2016 13:21
Gréta Salóme fer í Eurovision Lagið Hear Them Calling verður framlag Íslendinga í Eurovision í ár. 20. febrúar 2016 22:45
Greta Salóme hafði mikla yfirburði í einvíginu Alda Dís var efst eftir fyrri símakosninguna 25. febrúar 2016 16:23