Krefjast nærri sextíu prósenta hækkunar Snærós Sindradóttir skrifar 30. apríl 2016 07:00 Flugumferðarstjórum hefur fækkað mjög lítið síðastliðin ár þrátt fyrir að flugumferð hafi margfaldast á sama tíma. Nú fara þeir fram á verulegar launahækkanir. Vísir/Vilhelm Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Krafa flugumferðarstjóra í launadeilu sinni við Isavia er um nærri sextíu prósenta hækkun launa á næstu þremur árum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er þetta ástæða þess að ekkert þokast í deilunni og langt er í næsta fund. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að nú þegar séu meðallaun flugumferðarstjóra um ein milljón króna á mánuði, án yfirvinnu. Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október 2015. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hófst 6. apríl síðastliðinn. Röskun á flugi hefur verið töluverð en ekkert áætlunarflug var um Keflavíkurflugvöll á milli níu að kvöldi og sjö að morgni aðfaranótt föstudags. Á fimmtudag sendi stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar harðorða ályktun gegn yfirvinnubanni flugumferðarstjóra. „Það gengur ekki upp að fámennir hópar launþega geti valdið jafn miklum vandræðum og haft ferðaþjónustuna og samgöngur til og frá landinu í hendi sér í kjarabaráttu sinni,“ segir í ályktuninni. Þá segir: „Ímynd og orðspor Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn er í húfi og mikilvægt að stöðugleiki ríki í samgöngum. Þá verður að eyða allri óvissu fyrir ferðaþjónustuna og landsmenn alla hið fyrsta.“ Í samtali við Fréttablaðið þann 12. apríl síðastliðinn sagði Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, stéttina standa frammi fyrir miklum landflutningum. Flugumferð hafi aukist um áttatíu prósent á meðan lítið hafi fjölgað í stéttinni. „Við erum fastir í klóm yfirvinnu og sjáum varla fjölskylduna yfir sumarið,“ sagði Sigurjón. Þá kom fram að félagið hefði látið gera samanburð á launum í 24 löndum og komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir flugumferðarstjórar hefðu fimmta lakasta kaupmáttinn. Skúli Mogensen, forstjóri flugfélagsins WOW air, sagði í samtali við Vísi á fimmtudag að það væri umhugsunarefni þegar ein stétt getur nánast lokað landinu. Flugumferðarstjórar hafa boðað til þjálfunarbanns sem hefjast á sjötta maí næstkomandi. Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að vísa banninu til Félagsdóms. Enginn fundur er boðaður í kjaradeilunni fyrir 6. maí.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08 Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Röskun á 24 flugferðum um Keflavíkurflugvöll Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður þjónusta á Keflavíkurflugvelli takmörkuð við sjúkra- og neyðarflug frá klukkan 21 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið. 28. apríl 2016 16:08
Skúli Mogensen: Varhugavert ef starfsstétt nánast lokar landinu Flugumferðarstjórar í verkfalli. 28. apríl 2016 17:04
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf