Gunnar Nelson sýndi allar sínar bestu hliðar er hann mætti Rússanum Albert Tumenov í búrinu í Rotterdam í gær.
Gunnar var með bakið upp við vegginn fyrir bardagann og þurfti á því að halda að sýna UFC-heiminum hversu góður hann væri. Það gerði hann svo sannarlega.
Okkar maður var með yfirburði gegn Rússanum frá upphafi og var einfaldlega miklu betri á öllum sviðum. Rússinn, sem var kokhraustur, vaknaði upp við vondan draum er Gunnar kláraði hann á uppgjafartaki í annarri lotu.
Sjá einnig: Gunnar: Þetta var stórsigur fyrir mig
Frábær sigur hjá Gunnari sem mun klárlega skjóta honum aftur inn á styrkleikalistann hjá UFC.
MMA-blaðamenn um allan heim kepptust um að hrósa Gunnari eftir bardagann og flestir voru sammála um að þetta hefði verið hans besta frammistaða í UFC til þessa.
Sjá má bardagann frábæra í heild sinni hér að ofan.
Sjáðu bardaga Gunnars og Tumenov í heild sinni
Tengdar fréttir

Conor ánægður með sinn mann: Gunnar „hvíti api“ Nelson
Bardagakappinn Conor McGregor hrósar vini sínum Gunnari Nelson í hásterkt á Twitter og kallar hann Gunnar „hvíti api“ Nelson.

Gunnar fékk sex milljóna króna bónus
Frammistaða Gunnars Nelson í Rotterdam í kvöld var geggjuð og hann var verðlaunaður eftir bardagann í kvöld.

Gunnar Nelson tileinkaði móður sinni sigurinn
"Ég ætla fá að nota tækifærið og tileinka þennan sigur móður minni, því það er jú mæðradagurinn,“ sagði Gunnar Nelson í viðtali inni í hringnum eftir að hann hafði unnið yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov í Rotterdam í kvöld.

Stórkostleg frammistaða hjá Gunnari gegn Tumenov
Gunnar Nelson minnti rækilega á sig í UFC-heiminum í kvöld er hann vann yfirburðasigur á Rússanum Albert Tumenov.