Dagbók Júró-grúppíu: Og það er æft og æft og æft í Stokkhólmi Laufey Helga Guðmundsdóttir skrifar 6. maí 2016 09:40 Pýrófossins hans Hovi Star Mynd: Anna Velikova EBU Æfingar halda áfram hér í Stokkhólmi fyrir Eurovision enda þýðir ekkert annað þegar 200 milljón áhorfendur sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn og glápa. Ísraelar stigu á svið í fyrsta sinn í gær og þeir leggja mikið í sitt atriði líkt og fyrri ár. Þeir eru með grafík andlit í LED skjánum í gólfinu og tvo dansara í glimmerbúningum a la Páll Óskar í faðmlagi innan í risastórum húlahring sem rúllar um sviði. Þetta endar síðan allt í hefðbundnum gylltum pýrófossi (sumsé flugeldar sem fossa niður úr loftinu). Reyndar er Rykka frá Sviss líka með pýrófoss – það er alltaf klassískt og gott Júróvisjón múv. Og svo er Slóvenía líka að á sömu slóðum og Ísraelar hvað varðar fimleikahreyfingarnar því þeir eru með dansara á rosalega löngu priki. Að sjálfsögðu bæta þeir við pýrótækni í lok lagsins.Hovi með lipra dansara sér við hliðMynd Anna Velikova, EBUÍvan frá Hvíta-Rússlandi stóð nokkurn vegin við loforðið sitt um að koma nakinn fram og með lifandi úlf á sviði (hvorug tveggja bannað samkvæmt reglum EBU) – því auðvitað nýta þeir nýjustu tækni og varpa þessum atriðum á LED skjáina á sviðinu. Æfingin hans gekk mjög vel og því búast menn hér við að hann komist áfram upp úr seinni undankeppninni.Það að Poli Genova frá Búlgaríu er komin aftur í Eurovision er tilhlökkunarefni margra hér í Stokkhólmi. Hún söng sig inn í hjörtu Eurovision aðdáenda þegar hún keppti með Na Inat í Dusseldorf 2011. Poli mætir nú fimm árum seinna með stæl og rúllaði upp æfingunni í Globen í dag. Poli byrjar ein á sviðinu en fjöldi dansara birtist á skjá fyrir aftan hana. Í lok númersins koma síðan bakraddirnar fram á svið en þær eru allar vinkonur Poli. Hún klæðist mjög sérstökum búningi – einhvers konar endurskinsmerkjabúningi sem lýsist upp í lokin. Á blaðamannafundi eftir æfingu sagði Poli að þetta væri nýjasta tækni sem væri m.a. mjög vinsæl í Japan. Við hlökkum til að sjá meira af þessu! Mikið var klappað fyrir Poli í blaðamannahöllinni eftir æfingu en einhver skortur hefur verið á því hér í ár miðað við undanfarin ár.Mynd Anna Velikova (EBU)Úkraína mætir með sérstakt lag í ár og reyndar eru Eurovision framlög Úkraínumanna sérkapítuli út af fyrir sig og efni í heila fræðigrein. En hvað um það hér í Globen ríkti eftirvænting í dag meðal blaðamanna og aðdáenda að sjá hvernig atriðið kemur út á sviði. Lagið sem Jamala frá Úkraínu flytur heitir 1944 og fjallar um nauðaflutninga Stalínsstjórnarinnar á Töturum frá Krímskaga. Langamma Jamölu var numin á brott ásamt fimm börnum sínum á meðan eiginmaður hennar barðist með Sovétmönnum gegn nasistum. Dóttir þeirra lést á leiðinni. Í laginu er langt óm sem byrjar sem vögguljóð til dótturinnar en endar í kveini þegar langömmu Jamölu verður ljóst að barnið hefur dáið. Að mati einhverra þótti lagið verið sérstök sneið til Rússa en EBU hefur nú úrskurðað að lagið brjóti ekki í bága við reglur Eurovision sem banna allan pólitískan áróður. JamalaMynd: Andres Putting EBUÍ stuttu máli var æfing Jamölu í dag einstök. Hún grípur hvern einasta áhorfanda heljartaki og heldur honum í tregafullu faðmlagi í þrjár mínútur (já dramatík er viðeigandi hér). Lagið hefur verið sett upp á Globen sviðið með mjög viðeigandi hætti. Grafíkin sem er vaxandi greinar í allar áttir og vöxtur risastórs trés í lokin (það er alltaf tré í Eurovision!) passar mjög vel við lagið og tregafulla söngtúlkun Jamölu. Viðlagið syngur Jamala á tatarísku og er það í fyrsta skiptið sem við heyrum það tungumál í Eurovision. Þögn sló á blaðamannahöllina þegar æfing Jamölu hófst og endaði hún í dynjandi lófataki og flauti. Svei mér þá við erum kannski komin með svarta hrossið (e. dark horse)! Á blaðamannafundi eftir æfingu upplýsti Jamala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir æfinguna því búningurinn hennar týndist á leið til Stokkhólms. Kjóllinn fannst þó nokkrum mínútum áður en hún átti að stíga á svið og andaði Jamala því léttar. Á dag verður önnur æfing Íslands. Við óskum Gretu Salóme og öllu hennar teymi góðs gengis!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES. Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira
Æfingar halda áfram hér í Stokkhólmi fyrir Eurovision enda þýðir ekkert annað þegar 200 milljón áhorfendur sitja fyrir framan sjónvarpsskjáinn og glápa. Ísraelar stigu á svið í fyrsta sinn í gær og þeir leggja mikið í sitt atriði líkt og fyrri ár. Þeir eru með grafík andlit í LED skjánum í gólfinu og tvo dansara í glimmerbúningum a la Páll Óskar í faðmlagi innan í risastórum húlahring sem rúllar um sviði. Þetta endar síðan allt í hefðbundnum gylltum pýrófossi (sumsé flugeldar sem fossa niður úr loftinu). Reyndar er Rykka frá Sviss líka með pýrófoss – það er alltaf klassískt og gott Júróvisjón múv. Og svo er Slóvenía líka að á sömu slóðum og Ísraelar hvað varðar fimleikahreyfingarnar því þeir eru með dansara á rosalega löngu priki. Að sjálfsögðu bæta þeir við pýrótækni í lok lagsins.Hovi með lipra dansara sér við hliðMynd Anna Velikova, EBUÍvan frá Hvíta-Rússlandi stóð nokkurn vegin við loforðið sitt um að koma nakinn fram og með lifandi úlf á sviði (hvorug tveggja bannað samkvæmt reglum EBU) – því auðvitað nýta þeir nýjustu tækni og varpa þessum atriðum á LED skjáina á sviðinu. Æfingin hans gekk mjög vel og því búast menn hér við að hann komist áfram upp úr seinni undankeppninni.Það að Poli Genova frá Búlgaríu er komin aftur í Eurovision er tilhlökkunarefni margra hér í Stokkhólmi. Hún söng sig inn í hjörtu Eurovision aðdáenda þegar hún keppti með Na Inat í Dusseldorf 2011. Poli mætir nú fimm árum seinna með stæl og rúllaði upp æfingunni í Globen í dag. Poli byrjar ein á sviðinu en fjöldi dansara birtist á skjá fyrir aftan hana. Í lok númersins koma síðan bakraddirnar fram á svið en þær eru allar vinkonur Poli. Hún klæðist mjög sérstökum búningi – einhvers konar endurskinsmerkjabúningi sem lýsist upp í lokin. Á blaðamannafundi eftir æfingu sagði Poli að þetta væri nýjasta tækni sem væri m.a. mjög vinsæl í Japan. Við hlökkum til að sjá meira af þessu! Mikið var klappað fyrir Poli í blaðamannahöllinni eftir æfingu en einhver skortur hefur verið á því hér í ár miðað við undanfarin ár.Mynd Anna Velikova (EBU)Úkraína mætir með sérstakt lag í ár og reyndar eru Eurovision framlög Úkraínumanna sérkapítuli út af fyrir sig og efni í heila fræðigrein. En hvað um það hér í Globen ríkti eftirvænting í dag meðal blaðamanna og aðdáenda að sjá hvernig atriðið kemur út á sviði. Lagið sem Jamala frá Úkraínu flytur heitir 1944 og fjallar um nauðaflutninga Stalínsstjórnarinnar á Töturum frá Krímskaga. Langamma Jamölu var numin á brott ásamt fimm börnum sínum á meðan eiginmaður hennar barðist með Sovétmönnum gegn nasistum. Dóttir þeirra lést á leiðinni. Í laginu er langt óm sem byrjar sem vögguljóð til dótturinnar en endar í kveini þegar langömmu Jamölu verður ljóst að barnið hefur dáið. Að mati einhverra þótti lagið verið sérstök sneið til Rússa en EBU hefur nú úrskurðað að lagið brjóti ekki í bága við reglur Eurovision sem banna allan pólitískan áróður. JamalaMynd: Andres Putting EBUÍ stuttu máli var æfing Jamölu í dag einstök. Hún grípur hvern einasta áhorfanda heljartaki og heldur honum í tregafullu faðmlagi í þrjár mínútur (já dramatík er viðeigandi hér). Lagið hefur verið sett upp á Globen sviðið með mjög viðeigandi hætti. Grafíkin sem er vaxandi greinar í allar áttir og vöxtur risastórs trés í lokin (það er alltaf tré í Eurovision!) passar mjög vel við lagið og tregafulla söngtúlkun Jamölu. Viðlagið syngur Jamala á tatarísku og er það í fyrsta skiptið sem við heyrum það tungumál í Eurovision. Þögn sló á blaðamannahöllina þegar æfing Jamölu hófst og endaði hún í dynjandi lófataki og flauti. Svei mér þá við erum kannski komin með svarta hrossið (e. dark horse)! Á blaðamannafundi eftir æfingu upplýsti Jamala að hún hafi verið mjög stressuð fyrir æfinguna því búningurinn hennar týndist á leið til Stokkhólms. Kjóllinn fannst þó nokkrum mínútum áður en hún átti að stíga á svið og andaði Jamala því léttar. Á dag verður önnur æfing Íslands. Við óskum Gretu Salóme og öllu hennar teymi góðs gengis!Fréttin birtist fyrst á heimasíðu Félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, FÁSES. Vísir fjallar um Eurovision í Stokkhólmi í samvinnu með FÁSES.
Eurovision Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fleiri fréttir Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Sjá meira