Í lok síðustu viku mætti Greta í heimabæ sinn, Mosfellsbæ, og kvaddi þar öll leik- og grunnskólabörn bæjarfélagsins við hátíðlega athöfn. Mörg hundruð börn mætti á svæðið og var greinilega mikið fjör eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.
Hópurinn æfði í útvarpshúsinu í gær og reif sig svo upp fyrir allar aldir í morgun til að ná flugi til Svíþjóðar. Fyrsta æfing hópsins er á morgun en hún verður ekki opin fjölmiðlum. Hægt verður að fylgjast með æfingunni á skjám í keppnishöllinni Globen en allar myndatökur eru bannaðar.