Hafði áður flutt sigurlagið í Eurovision opinberlega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 12:02 Jamala með verðlaunagripinn í Eurovision. vísir/getty Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af því að sigurlagið í keppninni í ár 1944 í flutningi úkraínsku söngkonunnar Jamölu hafi áður verið flutt opinberlega. Samkvæmt reglum keppninnar mega nefnilega lög sem taka þátt í Eurovision ekki hafa verið flutt opinberlega fyrir 1. september árið áður en keppnin fer fram en úkarínska lagið var flutt opinberlega í landinu í maí í fyrra. Í tilkynningu frá Eurovision segir að þetta hafi ekki áhrif á úrslit keppninnar í ár þar sem myndband af flutningnum, sem hafi verið á fámennum tónleikum, hafi ekki farið í mikla dreifingu og tiltölulega fáir séð það. Því hafi þessi spilun ekki gefið Úkraínu ósanngjarnt forskot. Þá séu jafnframt fordæmi séu fyrir því í keppninni að lög sem hafi verið spiluð opinberlega áður en fyrir fáa áheyrendur hafi fengið að taka þátt í Eurovision. Í athugasemd við yfirlýsingu á Facebook-síðu Eurovision segir einn notandi að ekki hafi verið um fámenna eða litla tónleika að ræða. Þvert á móti hafi lagið verið sýnt í úkraínska ríkissjónvarpinu og forseti Úkraínu sagt að lagið hafi sent frábær pólitísk skilaboð. Rússar eru afar ósáttir við sigur Úkraínu en lagið fjallar um Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga. Fyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar. Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af því að sigurlagið í keppninni í ár 1944 í flutningi úkraínsku söngkonunnar Jamölu hafi áður verið flutt opinberlega. Samkvæmt reglum keppninnar mega nefnilega lög sem taka þátt í Eurovision ekki hafa verið flutt opinberlega fyrir 1. september árið áður en keppnin fer fram en úkarínska lagið var flutt opinberlega í landinu í maí í fyrra. Í tilkynningu frá Eurovision segir að þetta hafi ekki áhrif á úrslit keppninnar í ár þar sem myndband af flutningnum, sem hafi verið á fámennum tónleikum, hafi ekki farið í mikla dreifingu og tiltölulega fáir séð það. Því hafi þessi spilun ekki gefið Úkraínu ósanngjarnt forskot. Þá séu jafnframt fordæmi séu fyrir því í keppninni að lög sem hafi verið spiluð opinberlega áður en fyrir fáa áheyrendur hafi fengið að taka þátt í Eurovision. Í athugasemd við yfirlýsingu á Facebook-síðu Eurovision segir einn notandi að ekki hafi verið um fámenna eða litla tónleika að ræða. Þvert á móti hafi lagið verið sýnt í úkraínska ríkissjónvarpinu og forseti Úkraínu sagt að lagið hafi sent frábær pólitísk skilaboð. Rússar eru afar ósáttir við sigur Úkraínu en lagið fjallar um Stalín, Krímsaga og þjóðernishreinsanir á því svæði. Jamala er Tartari en hún tileinkaði lagið langömmu sinni og fimm börnum hennar sem voru flutt af sovéskum hermönnum frá Krímskaga. Fyrir keppnina höfðu Rússar farið fram á að Jamölu yrði bannað að flytja lagið í keppninni því það innihélt pólitískan boðskap, sem er bannað samkvæmt reglum Eurovision-keppninnar.
Eurovision Tengdar fréttir Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10 Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24 Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46 Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslenska dómnefndin var alls ekki sammála um hvaða lag ætti að sigra í Eurovision Völdu ýmist Holland, Króatíu, Svíþjóð, Spán eða Ástralíu. Úkraínska sigurlagið fékk ekkert stig. "Lagið náði mér ekki.“ 17. maí 2016 12:10
Rússneskur þingmaður segir Rússa eiga að íhuga að draga sig úr Eurovision Telur Úkraínu eiga eftir að nýta keppnina á næsta ári til að koma höggi á Rússa. 15. maí 2016 23:24
Svona kaus Ísland: Ekkert stig til siguratriðisins en almenningur elskaði Pólland Hinn litríki Michał Szpak hlaut tíu stig úr símakosningunni en ekkert frá dómnefnd. 15. maí 2016 08:46