Hrafnhildur: Getur allt gerst á Ólympíuleikum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. maí 2016 06:30 Hrafnhildur kampakát með verðlaunin í gær. Mynd/Högni Björn Ómarsson Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir skráði nafn sitt í sögubækurnar er hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug. Það gerði hún þegar hún vann til silfurverðlauna á EM í London í gær. Hrafnhildur bætti Íslandsmet sitt í 100 m bringusundi í úrslitasundinu en hún kom þá í mark á 1:06,45 mínútum og bætti það um tæpa hálfa sekúndu. Hún var 0,28 sekúndum á eftir heimsmethafanum Ruta Meilutyte sem kom í mark á 1:06,17 mínútum. Meilutyte hafði yfirburði frá fyrsta sundtaki en Hrafnhildur náði að vinna verulega á hana á seinni 50 metrunum með stórbrotnum endaspretti. Hrafnhildur var þriðja í snúningnum, á eftir hinni ítölsku Martinu Carraro, en stakk svo alla keppinauta sína um silfrið af og veitti Meilutyte verðuga keppni um gullið. „Þrír metrar í viðbót og ég hefði náð henni,“ sagði Hrafnhildur í léttum dúr þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gærkvöldi. Hrafnhildur sagði að hún hefði eingöngu hugsað um sjálfa sig í úrslitunum í gærkvöldi. „Ég gerði bara allt sem ég gat og treysti bæði æfingunum mínum og þjálfuninni. Það gekk greinilega svona vel upp,“ segir hún. „Ég var of mikið að fylgjast með Rutu í undanrásunum og raun undanúrslitunum líka. Ég áttaði mig ekki á því að ég var ekki að synda mitt sund heldur fremur að fylgja henni. Það er betra fyrir mig að einbeita mér að mínu.“ Hún veit þó ekki hvernig á að útskýra magnaðan endasprett hennar en hún var meira en sekúndu á undan öllum öðrum keppendum á seinni 50 metrunum. „Kannski var það bara hugsunin um að koma mér á verðlaunapall. Ég bara gaf allt sem ég átti.“Verðlaunahafarnir Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, Rute Meiutyte og Chloe Tutton stilla sér upp fyrir ljósmyndara á EM í London í gær.vísir/EPAÁ eftir sína sterkustu grein Hrafnhildur fær lítinn tíma til að njóta árangursins því í morgunsárið hefjast undanrásir í 200 m bringusundi sem hefur hingað til talist hennar sterkasta grein. „Ég hlakka bara til og er spennt fyrir því. Allir þjálfarar sem ég hef haft hafa talað um að 200 metrarnir eigi betur við mig. Vonandi geri ég jafn vel í dag, ef ekki bara betur.“ Meilutyte keppir ekki í 200 m bringusundi en í staðinn fær Hrafnhildur að etja kappi við hina dönsku Rikke Möller Pedersen sem er heimsmethafi í greininni. Þær eru saman í 4. riðli í dag og synda hlið við hlið á fjórðu og fimmtu braut. „Auk hennar eru margar ungar stelpur að koma upp og þetta verður því hörkukeppni,“ segir Hrafnhildur sem er vitanlega hæstánægð með árið hingað til.Hrafnhildur Ósk.Mynd/Magnús TryggvasonFer eins langt og ég get í Ríó „Ég hef náð að taka jöfnum og góðum framförum og svo er stefnt að því að ná toppnum á Ólympíuleikunum í sumar,“ segir hún en miðað við árangur gærdagsins er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort hún geti blandað sér í baráttu um verðlaun í Ríó í sumar. „Það var alltaf markmið mitt að ná þessum árangri á EM og gera svo mitt besta á Ólympíuleikum. Komast eins langt og ég get,“ segir hún. „Og það er alveg ljóst að það getur alltaf allt gerst á Ólympíuleikum. Þar eru alltaf einhverjir sem ná að koma á óvart og einhverjir sem verða góðir með sig og dala. Það er því ekkert útilokað,“ segir silfurkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05 Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Sjá meira
Silfur hjá Hrafnhildi á EM | Besti árangur íslenskrar sundkonu Hrafnhildur Lúthersdóttir vann silfur í 100 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi sem fer fram í London. 18. maí 2016 18:05
Frábær árangur íslenska sundfólksins | Tvö í úrslit og eitt silfur Íslenska sundfólkið okkar gerði frábæra hluti á Evrópumótinu í 50 metra laug í sundi í dag, en mótið fer fram í London. 18. maí 2016 18:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti